Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 06:49 Ráðherra og aðstoðarmaður í fosætisráðuneytinu hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Getty/Victoria Jones Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum. Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum.
Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21