Sorgarleyfi, næsta skref – áskorun til félags- og vinnumarkaðsráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 1. september 2022 17:31 Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Í júní var stigið mikilvægt skref þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn. Frá 1. janúar 2023 munu foreldrar sem missa barn geta tekið allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Eins og segir í greinargerð með lögunum gefur sorgarleyfi foreldrum á innlendum vinnumarkaði svigrúm til sorgarúrvinnslu í kjölfar barnsmissis og auðveldar þeim, þegar það á við, að styðja við eftirlifandi systkin. Ekki þarf að orðlengja það álag sem fylgir barnsmissi en áður en lögin komu til höfðu foreldrar sjaldnast önnur ráð en að bíta á jaxlinn og halda áfram vinnu eins og ekkert hefði í skorist nema þegar vinnuveitendur voru þeim hliðhollir og veittu þeim svigrúm. Aðrir nýttu rétt vegna veikinda. Sorg er hins vegar ekki veikindi. Með lögunum eru viðurkennd áhrif sorgar vegna barnsmissis á fjölskyldur í heild. Það er lofsvert og Krabbameinsfélagið fagnar lögunum innilega. Eins og félags- og vinnumarkaðsráðherra nefnir í pistli í Vísi þann 31. ágúst eru lögin mikilvægt fyrsta skref og fram kemur að í ráðuneytinu sé hafin vinna við undirbúning næsta skrefs. Auðveldum foreldrum að styðja við börnin sín Krabbameinsfélagið vill árétta þá skoðun sem félagið hefur lýst við önnur tækifæri, að ekki er síður mikilvægt að veita sorgarleyfi eftirlifandi foreldrum barna yngri en 18 ára, sem missa foreldri sitt. Gögn Hagstofunnar sýna að á Íslandi misstu árlega um 100 börn yngri en 18 ára foreldri sitt á árunum 2009 til 2018. Í sumum tilfellum er um systkini að ræða. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Krabbameinsfélagið skorar á félags- og vinnumálaráðherra og alla þingmenn að nýta næsta þing til að taka næsta skref í málinu: að víkka út lög um sorgarleyfi þannig að þau nái einnig til foreldra barna sem ýmist hafa misst foreldri skyndilega eða eftir langvinn veikindi, með það sérstaklega fyrir augum að auðvelda þeim að styðja við börn sín í erfiðum aðstæðum. Von Krabbameinsfélagsins er að eigi síðar en 1. janúar 2024 taki gildi breytt lög um sorgarleyfi, þar sem sorgarleyfi býðst einnig foreldrum barna yngri en 18 ára, sem misst hafa foreldri sitt. Slík breyting er lítið skref en með mikla þýðingu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar