Svakalegur sigur Serenu: „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 12:31 Williams vann geggjaðan sigur í nótt. Frey/TPN/Getty Images Serena Williams er komin áfram í þriðju umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem gæti verið hennar síðasta í einliðaleik á ferlinum. Hún lagði Anett Kontaveit, sem var talin líkleg til afreka, óvænt í nótt. Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn. Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Williams var fyrir mótið í 605. sæti heimslistans enda verið minna á tennisvellinum síðasta árið en þau á undan. Hún verður 41 árs í næsta mánuði og gaf út nýlega að hún hygðist leggja spaðann á hilluna eftir mótið á hennar heimavelli. Williams komst áfram úr fyrstu umferðinni í fyrradag en hennar beið afar strembið verkefni í annarri umferðinni í nótt þar sem hún dróst gegn hinni eistnesku Anett Kontaveit sem var önnur á heimslistanum fyrir mótið. Hver leikur á mótinu getur verið sá síðasti hjá Williams á ferlinum en hún virðist ekki ætla sér að gefast upp svo glatt, líkt og sást á leiknum í nótt. Williams vann fyrsta settið eftir upphækkun en Kontaveit svaraði fyrir sig í öðru setti sem hún vann 6-2, þar sem bar á þreytumerkjum í leik Williams. Hin 41 árs gamla Williams sem hefur vart spilað leik í ellefu mánuði, frá því á Wimbledon-mótinu í fyrra, fór þá í næsta gír og lagði hina 26 ára gömlu Kontaveit 6-2 í lokasettinu við mikinn fögnuð úr stúkunni. Ég er bara Serena „Við erum ekkert að flýta okkur hér,“ sagði Williams eftir leik. „Ég á enn eitthvað eftir á tankinum,“ „Ég er nokkuð góður leikmaður og þetta er það sem ég geri best. Ég elska áskoranir og að mæta þeim áskorunum,“ sagði Williams sem hefur unnið mótið sex sinnum, fyrst árið 1999. Aðspurð hvort hún hafi komið sjálfri sér á óvart með stiginu sem hún spilað á sagði hún: „Nei, ég er bara Serena,“ Williams mætir Ölju Tomljanovic frá Ástralíu í næstu umferð á föstudaginn.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira