Lögreglumenn ákærðir fyrir manndráp eftir að hafa skotið 18 mánaða dreng til bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 07:10 Þrír lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir andlát drengsins. Getty/Kadri Mohamed Þrír kanadískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir manndráp eftir að þeir skutu átján mánaða gamlan dreng til bana. Nærri tvö ár eru liðin frá því að drengurinn lét lífið. Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario. Kanada Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Lögreglumennirnir þrír, þeir Nathan Vanderheyden, Kenneth Pengelly og Grason Cappus, eru almennir lögreglumenn hjá fylkislögreglu Ontario. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir manndráp og alvarlega vanrækslu í starfi sem leitt hafi til dauða hins atján mánaða gamla Jameson Shapiro. Lögreglumennirnir þrír voru kallaðir út í nóvember 2020 í bænum Kawartha Lakes í Ontario vegna heimilisdeilna þar sem skotvopn var haft við hönd en grunur var um að Shapiro hafi verið numinn á brott af föður sínum. Eftir að lögregla gerði tilraun til að stöðva föður drengsins keyrði hann á lögreglubíl og annan bíl. Lögreglumennirnir þrír hófu í kjölfarið skothríð að ökutæki föðursins. Jameson Shapiro, sem sat í aftursæti pallbílsins, varð fyrir skoti og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Faðir hans lést af skotsárum viku síðar. Eftirlitsstofnunin Special Investigations Unit, SIU, tilkynnti í gær að hún hefði tilefni til að ákæra lögreglumennina þrjá. Sérfræðingar á vegum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, aðstoðuðu við rannsókn málsins. SIU hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins, sérstaklega fyrir hvað hún ílengdist. Marga mánuði tók fyrir rannsakendur að taka skýrslu af lögreglumönnunum þremur, sem almennt telst ekki gott í rannsóknum sakamála. Þrátt fyrir það munu lögreglumennirnir mæta fyrir dóm 6. október næstkomandi í borginni Lindsey í Ontario.
Kanada Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira