Söfnunin er á kennitölu Blönduóskirkju. Sagt er frá þessu á síðu Húnafrétta.
„Í ljósi þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á Blönduósi þann 21. ágúst síðastliðinn hefur verið opnaður styrktarreikningur til stuðnings eiginmanni hennar og börnum svo fjölskyldan þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum erfiða tíma.
Við biðjum ykkur að senda hlýjar hugsanir og kærleik til fjölskyldunnar sem á um sárt að binda og kærar þakkir til allra sem sjáið ykkur fært að styrkja þau. Fyrir þá sem vilja leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmerið 0307-26-004701, kt. 470169-1689 (Blönduóskirkja).“
Kári Kárason eiginmaður Evu Hrundar særðist einnig alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn í árásinni.
Mikil samheldni hefur verið á Blönduósi eftir atburðina. Haldin var svokölluð kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi þar sem lögð voru friðarkerti á hlaupabrautina til þess að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.