Parið sást fyrst saman í kringum áramótin 2017-2018 í skíðaferð í Aspen en þau mættu formlega sem par á Óskarsverðlaunahátíðina tveimur árum síðar. Þrátt fyrir að mæta í sitthvoru lagi á viðburðinn sátu þau saman á hátíðinni sjálfri.
Í byrjun sambandsins var mikið rætt um aldursmun parsins í fréttunum en í dag er Leonardo 47 ára og Camila 25 ára. „Það eru svo mörg sambönd í Hollywood, og í sögu heimsins þar sem fólk er með stórt aldursbil. Mér finnst að allir ættu að geta verið með þeim sem þeir vilja vera með,“ sagði Camila á sínum tíma í viðtali við Los Angeles Times.
DiCaprio er einn vinsælasti leikari Bandaríkjanna og hefur farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Titanic, The Departed, Catch Me If You Can, The Aviator, Once Upon a Time in… Hollywood, What's Eating Gilbert Grape? og Inception.
DiCaprio hefur í gegnum árin átt í ástarsamböndum með fjölda frægra kvenna, meðal annars ofurfyrirsætunum Gisele Bündchen, Bar Refaeli, Blake Lively og Toni Garm.
