Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 20:46 Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn. EPA/Alejandro Bringas Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til. Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til.
Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15
RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00