Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 20:24 Átök Rússa og Úkraínumanna í nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia valda ráðamönnum um allan heim áhyggjum. AP/Planet Labs PBC Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50