„Svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2022 10:32 Þorgerður Katrín á þrjú börn en Katrín dóttir hennar er einhverf og með þroskahömlun. Mynd/Bjarni Einarsson Samtök atvinnulífsins og fyrirtæki öll verða að vera duglegri að gefa fötluðum börnum sem lokið hafa skólagöngu tækifæri í lífinu en staða þeirra og tækifæri eftir ákveðin aldur eru afar takmarkaðir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þekkir þessa stöðu vel en hún á þrjú börn. Tvo stráka þá Gunnar og Gísla fædda 95 og 99 og Katrínu Erlu sem fædd er árið 2003. „Hún byrjar síðan í Lækjarskóla er greind sem einhverf og þroskahömluð árið 2008, fær heilaæxli þá líka. Síðan kemur hún inn í Lækjarskóla og þar er frábærlega tekið á móti henni. Þar eru kennarar einstakir og ekki síður einn þroskaþjálfi sem við köllum bara Siggu og hún var Katrínu Erlu algjörlega ómetanleg fyrstu árin í skólanum,“ segir Þorgerður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. En hvað svo? „Svo þegar kemur að unglingsárunum þá finnum við að skólinn er ekki eins gefandi fyrir hana og þá fer hún í Klettaskóla og þar blómstrar hún og kynnist þar vinum sínum í dag. Svo fer hún á starfsbrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem er líka frábær skóli og einstaklega vel haldið utan um alla krakkana þar. Kerfið heldur vel utan um börnin okkar og Katrín Erla hefur verið lánsöm þar en það er alltaf hugsun hjá okkur foreldrunum, hvað svo?“ Katrín á eitt ár eftir af skóla. Þorgerður segir að Katrín eigi eitt ár eftir af námi sínu í FB og hugsa þau foreldrarnir mikið hvað hún geti gert í framhaldinu. „Þessir krakkar eru ótrúleg auðlind, þau eru allskonar en þessir krakkar eru vannýtt. Mér finnst það vera samfélagsleg ábyrgð að við reynum að opna allar dyr. Auðvitað er ekki hægt að líkja þessu saman við hvernig þetta var fyrir tíu, tuttugu og hvað þá þrjátíu árum þar sem aðstæður og tækifæri fatlaðra voru miklu miklu minni en við eigum að geta gert betur.“ Þorgerður segir áhyggjur foreldra fatlaðra aukist eftir því sem nær dregur skólalokum. Hún og Kristján Arason maðurinn hennar eru þar enginn undantekning og velta þau fyrir sér hvað bíði dóttur þeirra. „Eins og staðan er í dag bíður hennar líklega virkniúrræði sem þýðir að reyna halda henni í virkni. Maður hefur horft á það að fyrstu tvö þrjú árin eftir skóla að krakkar sem hafa verið nokkuð virk og virk í samfélaginu og allskonar tómstundum lokast bara inni með tölvunni eða bara króga sig af frá samfélaginu ef þau fá ekki strax tækifæri. Katrín er með mjög sterkt bakland en það eru ekki öll fötluð börn með það og það er ójafnræði þar. Það veldur mér stórum áhyggjum hvað varðar stóru myndina en svo veldur það mér áhyggjum hvað bíður hennar og að hún missi ekki af stóru tækifærunum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Viðreisn Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira