Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 11:00 Serena neitar að staðfesta hvenær spaðinn fer upp í hillu. Lev Radin/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn. Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira