Hugleiðingar um handráðningar ráðherra í æðstu störf hjá framkvæmdarvaldinu Haukur Arnþórsson skrifar 30. ágúst 2022 08:30 Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa. Nú hafa ráðherrar tekið upp á því að nota undantekningarregluna við ráðningu ráðuneytisstjóra og forstöðumanna stofnana. Hvernig á að framkvæma regluna? Vel er verjanlegt að flytja menn milli jafnstæðra embætta, hrókera, td. ef ráðherrar eiga auðveldara með að vinna með einum ráðuneytisstjóra en öðrum. Í franskri stjórnsýslu hefur slík regla verið í gildi og þá miðað við að menn séu ekki meira en sjö ár í hverri stöðu, þá fari hringekja af stað. Það hefur kosti og ókosti, en vissulega geta menn orðið heimaríkir, eins og gert var grín að í Já, ráðherra. Hins vegar á annað við um framgang í starfi, þe. þegar menn færast í hærri stöðu. Þá er orðin algild regla að auglýsa. Leyfar af weberísku framgangskerfi er við lýði hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá hafa starfsmenn „from roster“ (úr eigin röðum) ákveðinn forgang. Það er víðast hvar annars staðar horfið. Framgangskerfi var hafnað hér á landi fyrir áratugum eins er rakið er hér á eftir. Meginhugmyndirnar að baki skyldunnar til að auglýsa laus störf er annars vegar að farið sé vel með almannafé; með því að ráða þann hæfasta fæst mest fyrir peningana, og hins vegar að allir standi jafnir gagnvart hinu opinbera og að verðleika þeirra séu metnir faglega og heiðarlega. Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár. Í rauninni hefur enginn stöðu „aðila máls“ við þessi skilyrði því það er enginn umsækjandi. Í fljótu bragði virðist ráðherrann þá ekki þurfa að standa nokkrum skil á röksemdum ákvörðunar sinnar. Svo er þó auðvitað ekki því honum er óheimilt að sniðganga reglur stjórnsýslunnar - með því að beita undantekningarákvæði þegar staða losnar - og raunar er líklegt að ákvæðið um flutning eigi við flutning milli jafnstæðra embætta. Til þess þyrftu aðstæður, eðli málsins samkvæmt, að vera alger undantekning. Fyrir nokkrum áratugum voru átök milli hinna weberískra sjónarmiða um framgang opinberra starfsmanna í starfi - framgangurinn, ásamt fleiru í starfsaðstæðum, td. starfsöryggi, æviráðningu og góðum lífeyrisréttindum, hélst í hendur við lág laun þeirra - og nýrra hugmynda um jafna stöðu allra á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim hugmyndum gat alls konar starfsreynsla nýst ríkinu, ekki síst frá skilvirku atvinnulífi, þá var líka rætt um nauðsyn leiðtogahæfileika hjá ríkinu, þeir leynast ekki frekar hjá opinberum starfsmönnum en öðrum. Þetta voru hugmyndir frjálshyggju, en þótt stéttarfélög opinberra starfsmanna væru þeim andvíg tókst þeim að nota þau til að hækka laun skjólstæðinga sinna - meðan hlunnindi, ss. framgangur í starfi, æviráðning og betri lífeyrissjóðir en aðrir höfðu, veiktust eða féllu niður. Þannig myndaðist sátt um að öll störf yrðu auglýst og allir á vinnumarkaði stæðu sem jafnast. Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur? Hér verður þessum spurningum ekki svarað nema að litlu leyti. Breytingin er væntanlega gerð á pólitískum forsendum, til að styrkja stöðu ríkisstjórnarflokkanna í ráðuneytunum. Að svo miklu leyti sem þetta á við er um afturhvarf til eldri og verri tíma að ræða. Frá þróuðum stjórnarháttum til geðþótta. Stundum er ráðherrann að kalla til sín einhvern sem hann ber trúnað til. Það er skiljanlegt sjónarmið, en ekki réttmætt þegar um lausar stöður er að ræða, öðru máli gegnir um flutning eins og hér hefur verið rætt, en ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisstarfsmenn hjá okkur og í nágrannaríkjunum eiga að sýna trúnað í starfi, sem á að haldast í hendur við góða fagmennsku. Afleiðingar breytinganna eru ekki alveg fyrirséðar. Nýr ráðherra gæti frekar vantreyst ráðuneytisstjóra og forstöðumönnum sem voru handvaldir af fyrirrennara hans frekar en þeim sem ráðnir voru með auglýsingu og eftir faglegt ferli. Hann gæti því þurft að gera marga starfslokasamninga og flytja ýmsa til í starfi til að geta að eigin dómi starfað við full heilindi í ráðuneytinu. Þá erum við komin með að einhverju leyti pólitískt framkvæmdarvald, en ekki bara faglegt - og við höfum á síðustu misserum oft séð hvað það grefur undan opinberu valdi - einkum í Bandaríkjunum, þar sem pólitískir trúnaðarmenn sitja æðstu stöður. Hætt er við því að sama gerðist hér. Þá erum við einnig farin að tala um að breyta að einhverju leyti eða öllu stjórnsýsluhefðum hér á landi og hverfa frá kerfi nágrannaríkjanna. Mögulega eykur þetta pólaríseringu í þjóðfélaginu - sem þá nær til framkvæmdarvaldsins. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa. Nú hafa ráðherrar tekið upp á því að nota undantekningarregluna við ráðningu ráðuneytisstjóra og forstöðumanna stofnana. Hvernig á að framkvæma regluna? Vel er verjanlegt að flytja menn milli jafnstæðra embætta, hrókera, td. ef ráðherrar eiga auðveldara með að vinna með einum ráðuneytisstjóra en öðrum. Í franskri stjórnsýslu hefur slík regla verið í gildi og þá miðað við að menn séu ekki meira en sjö ár í hverri stöðu, þá fari hringekja af stað. Það hefur kosti og ókosti, en vissulega geta menn orðið heimaríkir, eins og gert var grín að í Já, ráðherra. Hins vegar á annað við um framgang í starfi, þe. þegar menn færast í hærri stöðu. Þá er orðin algild regla að auglýsa. Leyfar af weberísku framgangskerfi er við lýði hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá hafa starfsmenn „from roster“ (úr eigin röðum) ákveðinn forgang. Það er víðast hvar annars staðar horfið. Framgangskerfi var hafnað hér á landi fyrir áratugum eins er rakið er hér á eftir. Meginhugmyndirnar að baki skyldunnar til að auglýsa laus störf er annars vegar að farið sé vel með almannafé; með því að ráða þann hæfasta fæst mest fyrir peningana, og hins vegar að allir standi jafnir gagnvart hinu opinbera og að verðleika þeirra séu metnir faglega og heiðarlega. Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár. Í rauninni hefur enginn stöðu „aðila máls“ við þessi skilyrði því það er enginn umsækjandi. Í fljótu bragði virðist ráðherrann þá ekki þurfa að standa nokkrum skil á röksemdum ákvörðunar sinnar. Svo er þó auðvitað ekki því honum er óheimilt að sniðganga reglur stjórnsýslunnar - með því að beita undantekningarákvæði þegar staða losnar - og raunar er líklegt að ákvæðið um flutning eigi við flutning milli jafnstæðra embætta. Til þess þyrftu aðstæður, eðli málsins samkvæmt, að vera alger undantekning. Fyrir nokkrum áratugum voru átök milli hinna weberískra sjónarmiða um framgang opinberra starfsmanna í starfi - framgangurinn, ásamt fleiru í starfsaðstæðum, td. starfsöryggi, æviráðningu og góðum lífeyrisréttindum, hélst í hendur við lág laun þeirra - og nýrra hugmynda um jafna stöðu allra á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim hugmyndum gat alls konar starfsreynsla nýst ríkinu, ekki síst frá skilvirku atvinnulífi, þá var líka rætt um nauðsyn leiðtogahæfileika hjá ríkinu, þeir leynast ekki frekar hjá opinberum starfsmönnum en öðrum. Þetta voru hugmyndir frjálshyggju, en þótt stéttarfélög opinberra starfsmanna væru þeim andvíg tókst þeim að nota þau til að hækka laun skjólstæðinga sinna - meðan hlunnindi, ss. framgangur í starfi, æviráðning og betri lífeyrissjóðir en aðrir höfðu, veiktust eða féllu niður. Þannig myndaðist sátt um að öll störf yrðu auglýst og allir á vinnumarkaði stæðu sem jafnast. Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur? Hér verður þessum spurningum ekki svarað nema að litlu leyti. Breytingin er væntanlega gerð á pólitískum forsendum, til að styrkja stöðu ríkisstjórnarflokkanna í ráðuneytunum. Að svo miklu leyti sem þetta á við er um afturhvarf til eldri og verri tíma að ræða. Frá þróuðum stjórnarháttum til geðþótta. Stundum er ráðherrann að kalla til sín einhvern sem hann ber trúnað til. Það er skiljanlegt sjónarmið, en ekki réttmætt þegar um lausar stöður er að ræða, öðru máli gegnir um flutning eins og hér hefur verið rætt, en ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisstarfsmenn hjá okkur og í nágrannaríkjunum eiga að sýna trúnað í starfi, sem á að haldast í hendur við góða fagmennsku. Afleiðingar breytinganna eru ekki alveg fyrirséðar. Nýr ráðherra gæti frekar vantreyst ráðuneytisstjóra og forstöðumönnum sem voru handvaldir af fyrirrennara hans frekar en þeim sem ráðnir voru með auglýsingu og eftir faglegt ferli. Hann gæti því þurft að gera marga starfslokasamninga og flytja ýmsa til í starfi til að geta að eigin dómi starfað við full heilindi í ráðuneytinu. Þá erum við komin með að einhverju leyti pólitískt framkvæmdarvald, en ekki bara faglegt - og við höfum á síðustu misserum oft séð hvað það grefur undan opinberu valdi - einkum í Bandaríkjunum, þar sem pólitískir trúnaðarmenn sitja æðstu stöður. Hætt er við því að sama gerðist hér. Þá erum við einnig farin að tala um að breyta að einhverju leyti eða öllu stjórnsýsluhefðum hér á landi og hverfa frá kerfi nágrannaríkjanna. Mögulega eykur þetta pólaríseringu í þjóðfélaginu - sem þá nær til framkvæmdarvaldsins. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun