Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 22:30 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06