Skiptir miklu að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Tinna Proppé, framleiðandi hjá Saga Film, er um þessar mundir að vinna við framleiðslu kvikmyndarinnar Napóleónskjölin eftir Arnald Indriðason. Hún segir starfið sitt ólíkt öllum öðrum störfum undir sólinni og mjög fjölbreytt og gefandi. Vísir/Vilhelm Tinna Proppé, framleiðandi hjá Saga Film, segir starfið sitt ólíkt öllum öðrum störfum undir sólinni. Um þessar mundir er hún að framleiða kvikmyndina Napóleonsskjölin sem byggð er á samnefndri bók eftir Arnald Indriðason. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Óskar Þór Axelsson en verkefnið er samframleiðsla á milli Íslands og Þýskalands. Tinna segir myndina þá stærstu sem gerð hefur verið á Íslandi til þessa en hún er bæði á íslensku og ensku. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Við byggðum til að mynda heilan flugvélaskrokk fyrir tökur í stúdíói í Þýskalandi og það hefur oft verið mikill hasar í tökunum hérna heima. Við vorum til dæmis við tökur uppi á Langjökli þar sem við höfðum komið fyrir flugvélarflaki. Svona stórt verkefni er krefjandi og það krefst mikillar yfirsýnar og samskipta. Kvikmyndagerð er í eðli sínu samstarf og því stærri sem verkefnin eru því flóknara verður samstarfið.“ Kvikmyndin er í eftirvinnslu núna og er væntanleg í sýningar á Íslandi í lok janúar. Í myndinni fara til dæmis Iain Glen, Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox og Ólafur Darri Ólafsson með stór hlutverk. „Það er skemmtilegt að það sé að koma íslensk hasarmynd í bíó. Ég held að íslenskir áhorfendur eigi eftir að hafa mjög gaman að Napóleonsskjölunum sem er allt öðruvísi mynd en áður hefur verið gerð á Íslandi.“ Tinna segir starf framleiðandans snúast um marga ólíka þætti. Til dæmis samningagerð, áætlanagerð og aðhald með kostnaðaráætlun. En einnig mjög skapandi starf þar sem unnið er með leikstjórum, handritahöfundum og fjöldanum öllum af hæfileikafólki sem kemur að kvikmyndaframleiðslu. Hér má sjá Tinnu á setti.Lilja Jóns Bækur og bíó Tinna býr í vesturbæ Reykjavíkur og segist hvergi annars staðar vilja vera. Tinna er þó alin upp í Kópavogi og segir æskuna þar hafa verið góða. Tinna kláraði stúdentinn úr MR og byrjaði síðan í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands sem hún fann sig alls ekki í. „Ég ákvað því að venda kvæði mínu í kross, læra ítölsku og flutti til Toscana á Ítalíu. Tíminn þar var mjög góður og dvölin víkkaði sjóndeildarhringinn mikið.“ Þegar heim var komið var Tinna ákveðin í því að fara í heimspekinám. Hún tók BA próf í heimspeki og almennri bókmenntafræði og fór svo í meistaranám í ritstjórn og útgáfu. Meistararitgerðina sína vann hún með Forlaginu þar sem hún fékk svo tímabundna ráðningu í kjölfarið. „Ég hef alltaf verið bókaormur, lesið mikið og horft á bíómyndir og þegar ég var byrjuð að vinna hjá Forlaginu hélt ég að ég væri komin í höfn. Því ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég yrði bókaútgefandi eða ritstjóri.“ En síðan kom hrunið. „Hjá Forlaginu var kaffistofan kölluð bönkerinn í kjallaranum og ég man að þar sátum við og horfðum á sjónvarpið þegar Geir Haarde blessaði Ísland. Ég vissi um leið að þessi tímabundna ráðning mín myndi ekki verða framlengd.“ Tinna segir að það sem hafi komið henni langt er að treysta á eigin getu og vera tilbúin til þess að stökkva á ný tækifæri. Í nýjum aðstæðum og flóknum vitum við oft ekki svörin við þeim spurningum sem koma upp en það þýðir ekki að við séum ekki hæf. Það krefst líka öryggis að viðurkenna það sem maður veit ekki og segja Ég veit það ekki en ég skal komast að því.“ Örlögin höguðu því þannig að á sama tíma og Tinna vann sína síðustu daga hjá Forlaginu hafði Guðrún Edda Þórhannesdóttir samband við hana. Hún var þá að framleiða kvikmyndina Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson og bauð Tinnu starf við framleiðsluna. Tinna viðurkennir að hún hafi verið algjör græningi til að byrja með. „Ég hafði alltaf horft mikið á bíómyndir en vissi í raun lítið um það hvernig framleiðslan á þeim færi fram. Ég lagði mig hart fram við að læra ferlið og fylgjast með og áttaði mig fljótt á því að kvikmyndagerð er mjög ólík öðrum vinnustöðum þar sem mjög margar breytur þurfa að ganga upp samtímis: tökustaður, veðurskilyrði, leikarakvaðir, starfsfólk og annað,“segir Tinna. Eftir Mömmu Gógó réði Tinna sig síðan til Caoz sem þá var að framleiða teiknimyndina Hetjur Valhallar – Þór. „Þetta var allt öðruvísi heimur að starfa í. Framleiðslan tók um tvö ár og var mjög lærdómsríkt ferli sem ótrúlega margir komu að, hér heima og utan. Í teiknimyndum eru leikararnir fastir í tölvu sem og allir tökustaðir og tækjabúnaður. Animatorarnir hlusta á tal leikara sem tekið er upp fyrir fram og þurfa að búa til svipbrigði og hreyfingar persónanna. Það er ekki hægt að hlaupa í næsta herbergi og ná í blómapott sem vantar í leikmyndina. Hann þarf að búa til frá grunni sem tekur talsvert lengri tíma.“ Tímabilið 2012 - 2017 starfaði Tinna hjá Eddu USA sem stefndi að því að hasla sér völl með bókaútgáfu í Bandaríkjunum. Að sögn Tinnu var það hálf yfirþyrmandi í fyrstu að funda með yfirmönnum stórfyrirtækja vestra. Hún hafi þó lært á þessum tíma að fólk er bara fólk, sama hver er. Og að alltaf skipti mestu máli að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera. Vísir/Vilhelm Tinna sneri þó aftur í bókaútgáfu því tímabilið 2012-217 starfaði hún hjá Eddu USA sem var systrafyrirtæki Eddu útgáfu og var undir forystu Jóns Axels Ólafssonar. Markmiðið þar var að hasla sér völl með bókaútgáfu í Bandaríkjunum. „Við vorum að mestu tvö í verkefninu, ég og Jón og þetta var krefjandi og lærdómsríkur tími. Við unnum að þessu sleitulaust í fimm ár og náðum miklum árangri. Við gerðum samninga við fyrirtæki eins og Disney, Dreamworks og Nickelodeon og vorum ein af örfáum bókaútgáfum sem fengum dreifingarsamning við Macmillan sem er ein af stærstu bókaforlögum í heiminum,“ segir Tinna og bætir við: „Við unnum þetta samkvæmt íslensku sprotaleiðinni, vorum bara tvö en bæði með marga hatta á höfði. Eitt sinn sagði ég við Jón Axel að við þyrftum helst að búa til gervinetföng því að úti voru stórfyrirtækin með her manna í alls konar ólíkum störfum sem voru samanlagt að gera það sem við gerðum tvö hér heima.“ Tinna segist þó hafa lært eitt sem hefur æ síðan verið gott veganesti að hafa. „Í fyrstu fannst mér yfirþyrmandi að funda með yfirmönnum þessara stórfyrirtækja en fljótlega áttaði ég mig á því að fólk er bara fólk, sama hver er. Þótt þú talir við stórfyrirtæki og yfirmenn þeirra er staðreyndin sú að á endanum erum við öll bara fólk að klára vinnudaginn og förum síðan heim að elda kvöldmat.“ Tinna segist hafa lært það af bókaútgáfunni í Bandaríkjunum að mestu skiptir að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera og standa fast á sínu. Mánuðina eftir að Tinna hætti hjá Eddu tók hún að sér ýmis verkefni, allt frá þýðingarverkefnum í að leiða kvikmyndaframleiðslu. Árið 2018 tók Tinna svo að sér verkefni við Flateyjargátu hjá Sagafilm. Þórhallur Gunnarsson var þá yfirmaður hjá Sagafilm en fljótlega eftir að framleiðslu á Flateyjargátunni lauk hætti hann hjá Sagafilm og réði sig sem framkvæmdastjóra fjölmiðlasamsteypunnar Sýnar. Tinna var á þeim tíma ráðin í stök verkefni hjá Sagafilm og þegar hún frétti að það ætti að bæta við framleiðanda var hún strax viss um hvað hún vildi gera: Hún sendi því fundarboð á yfirmenn Sagafilm og bað um fund. „Ég settist niður með þeim og útskýrði fyrir þeim hvers vegna ég teldi mig vera rétta manneskjuna í þetta starf. Þau þyrftu því ekkert að auglýsa það. Ég hafði í raun mjög víðtæka reynslu sem nýtist í þetta starf þrátt fyrir að á þeim tíma hafi ég ekki haft beina reynslu sem framleiðandi stórra kvikmyndaverkefna,“ segir Tinna og bætir við að hún sé Sagafilm þakklát fyrir að hafa gefið sér þetta tækifæri. „Þetta starf sameinar marga ólíka hluti. Þetta starf snýst um tölur og business en líka um samningagerð, áætlanagerð og aðhald með kostnaðaráætlunum. Í grunninn er það þó skapandi þátturinn sem er skemmtilegastur, að vinna með leikstjórum og handritshöfundum og öllu því hæfileikafólki sem kemur að kvikmyndaframleiðslu.“ Starfi framleiðenda fylgja ýmsar erfiðar áskoranir. Tinna segir að þegar hún hafði áttað sig á því að fyrst og fremst þyrfti hún að standa með verkefninu á allan hátt, listrænt og fjárhagslega, fóru erfiðar ákvarðanir að verða aðeins auðveldari viðfangs. Vísir/Vilhelm Frá því að þetta var hefur Tinna komið að mörgum verkefnum en fyrsta verkefni hennar sem aðalframleiðandi var sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur eftir hugmynd Jóhanns Ævars Grímssonar og handriti þeirra tveggja auk Bjargar Magnúsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. „Þetta er mikil kvennasaga og fullkomið verkefni fyrir mig að hlaupa af stað með sem framleiðandi.“ Í kjölfarið hefur Tinna einnig framleitt stuttmyndina Heartless í leikstjórn Hauks Björgvinssonar sem hefur tekið þátt í kvikmyndahátíðum um allan heim og komið að framleiðslu á Stellu Blómkvist 2. „Það er gaman að segja frá því að Systrabönd, Heartless og Stella Blómkvist 2 eru tilnefnd til Eddu verðlauna þetta árið. Það er alltaf gaman þegar verkefni fá slíka viðurkenningu og verður hátíðin í ár því eins konar uppskeruhátíð fyrir alla sem að verkefnunum komu.“ Tinna segir starfinu oft fylgja erfiðar ákvarðanir. „Eitt af því sem er svo frábært við kvikmyndagerð er það hvað allir sem að verkefnum koma leggja metnað, hjarta sitt og sál í verkið en oft eru ekki allir sammála um það hvað á að gera, hvenær það á að gerast og hvað það má kosta. Það getur því verið mjög erfitt þegar illa gengur og það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Þegar ég áttaði mig á því að mitt starf sem framleiðandi er að standa með verkefninu á allan hátt hvort sem það er á listrænan eða fjárhagslegan hátt, fóru erfiðu ákvarðanirnar að verða aðeins auðveldari viðfangs.“ Aðspurð um góð ráð fyrir aðra hvetur Tinna fólk til að sækjast eftir því sem maður vill gera. Það sem ég reyni að hafa að markmiði í lífi og starfi er að vita hvert ég stefni og hvað það er sem ég vil gera. Mér finnst allt í lagi að hlutir séu erfiðir svo framarlega sem ég veit af hverju ég er geri þá og hef trú á þeim.“ Starfsframi Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Um þessar mundir er hún að framleiða kvikmyndina Napóleonsskjölin sem byggð er á samnefndri bók eftir Arnald Indriðason. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Óskar Þór Axelsson en verkefnið er samframleiðsla á milli Íslands og Þýskalands. Tinna segir myndina þá stærstu sem gerð hefur verið á Íslandi til þessa en hún er bæði á íslensku og ensku. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Við byggðum til að mynda heilan flugvélaskrokk fyrir tökur í stúdíói í Þýskalandi og það hefur oft verið mikill hasar í tökunum hérna heima. Við vorum til dæmis við tökur uppi á Langjökli þar sem við höfðum komið fyrir flugvélarflaki. Svona stórt verkefni er krefjandi og það krefst mikillar yfirsýnar og samskipta. Kvikmyndagerð er í eðli sínu samstarf og því stærri sem verkefnin eru því flóknara verður samstarfið.“ Kvikmyndin er í eftirvinnslu núna og er væntanleg í sýningar á Íslandi í lok janúar. Í myndinni fara til dæmis Iain Glen, Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox og Ólafur Darri Ólafsson með stór hlutverk. „Það er skemmtilegt að það sé að koma íslensk hasarmynd í bíó. Ég held að íslenskir áhorfendur eigi eftir að hafa mjög gaman að Napóleonsskjölunum sem er allt öðruvísi mynd en áður hefur verið gerð á Íslandi.“ Tinna segir starf framleiðandans snúast um marga ólíka þætti. Til dæmis samningagerð, áætlanagerð og aðhald með kostnaðaráætlun. En einnig mjög skapandi starf þar sem unnið er með leikstjórum, handritahöfundum og fjöldanum öllum af hæfileikafólki sem kemur að kvikmyndaframleiðslu. Hér má sjá Tinnu á setti.Lilja Jóns Bækur og bíó Tinna býr í vesturbæ Reykjavíkur og segist hvergi annars staðar vilja vera. Tinna er þó alin upp í Kópavogi og segir æskuna þar hafa verið góða. Tinna kláraði stúdentinn úr MR og byrjaði síðan í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands sem hún fann sig alls ekki í. „Ég ákvað því að venda kvæði mínu í kross, læra ítölsku og flutti til Toscana á Ítalíu. Tíminn þar var mjög góður og dvölin víkkaði sjóndeildarhringinn mikið.“ Þegar heim var komið var Tinna ákveðin í því að fara í heimspekinám. Hún tók BA próf í heimspeki og almennri bókmenntafræði og fór svo í meistaranám í ritstjórn og útgáfu. Meistararitgerðina sína vann hún með Forlaginu þar sem hún fékk svo tímabundna ráðningu í kjölfarið. „Ég hef alltaf verið bókaormur, lesið mikið og horft á bíómyndir og þegar ég var byrjuð að vinna hjá Forlaginu hélt ég að ég væri komin í höfn. Því ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég yrði bókaútgefandi eða ritstjóri.“ En síðan kom hrunið. „Hjá Forlaginu var kaffistofan kölluð bönkerinn í kjallaranum og ég man að þar sátum við og horfðum á sjónvarpið þegar Geir Haarde blessaði Ísland. Ég vissi um leið að þessi tímabundna ráðning mín myndi ekki verða framlengd.“ Tinna segir að það sem hafi komið henni langt er að treysta á eigin getu og vera tilbúin til þess að stökkva á ný tækifæri. Í nýjum aðstæðum og flóknum vitum við oft ekki svörin við þeim spurningum sem koma upp en það þýðir ekki að við séum ekki hæf. Það krefst líka öryggis að viðurkenna það sem maður veit ekki og segja Ég veit það ekki en ég skal komast að því.“ Örlögin höguðu því þannig að á sama tíma og Tinna vann sína síðustu daga hjá Forlaginu hafði Guðrún Edda Þórhannesdóttir samband við hana. Hún var þá að framleiða kvikmyndina Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson og bauð Tinnu starf við framleiðsluna. Tinna viðurkennir að hún hafi verið algjör græningi til að byrja með. „Ég hafði alltaf horft mikið á bíómyndir en vissi í raun lítið um það hvernig framleiðslan á þeim færi fram. Ég lagði mig hart fram við að læra ferlið og fylgjast með og áttaði mig fljótt á því að kvikmyndagerð er mjög ólík öðrum vinnustöðum þar sem mjög margar breytur þurfa að ganga upp samtímis: tökustaður, veðurskilyrði, leikarakvaðir, starfsfólk og annað,“segir Tinna. Eftir Mömmu Gógó réði Tinna sig síðan til Caoz sem þá var að framleiða teiknimyndina Hetjur Valhallar – Þór. „Þetta var allt öðruvísi heimur að starfa í. Framleiðslan tók um tvö ár og var mjög lærdómsríkt ferli sem ótrúlega margir komu að, hér heima og utan. Í teiknimyndum eru leikararnir fastir í tölvu sem og allir tökustaðir og tækjabúnaður. Animatorarnir hlusta á tal leikara sem tekið er upp fyrir fram og þurfa að búa til svipbrigði og hreyfingar persónanna. Það er ekki hægt að hlaupa í næsta herbergi og ná í blómapott sem vantar í leikmyndina. Hann þarf að búa til frá grunni sem tekur talsvert lengri tíma.“ Tímabilið 2012 - 2017 starfaði Tinna hjá Eddu USA sem stefndi að því að hasla sér völl með bókaútgáfu í Bandaríkjunum. Að sögn Tinnu var það hálf yfirþyrmandi í fyrstu að funda með yfirmönnum stórfyrirtækja vestra. Hún hafi þó lært á þessum tíma að fólk er bara fólk, sama hver er. Og að alltaf skipti mestu máli að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera. Vísir/Vilhelm Tinna sneri þó aftur í bókaútgáfu því tímabilið 2012-217 starfaði hún hjá Eddu USA sem var systrafyrirtæki Eddu útgáfu og var undir forystu Jóns Axels Ólafssonar. Markmiðið þar var að hasla sér völl með bókaútgáfu í Bandaríkjunum. „Við vorum að mestu tvö í verkefninu, ég og Jón og þetta var krefjandi og lærdómsríkur tími. Við unnum að þessu sleitulaust í fimm ár og náðum miklum árangri. Við gerðum samninga við fyrirtæki eins og Disney, Dreamworks og Nickelodeon og vorum ein af örfáum bókaútgáfum sem fengum dreifingarsamning við Macmillan sem er ein af stærstu bókaforlögum í heiminum,“ segir Tinna og bætir við: „Við unnum þetta samkvæmt íslensku sprotaleiðinni, vorum bara tvö en bæði með marga hatta á höfði. Eitt sinn sagði ég við Jón Axel að við þyrftum helst að búa til gervinetföng því að úti voru stórfyrirtækin með her manna í alls konar ólíkum störfum sem voru samanlagt að gera það sem við gerðum tvö hér heima.“ Tinna segist þó hafa lært eitt sem hefur æ síðan verið gott veganesti að hafa. „Í fyrstu fannst mér yfirþyrmandi að funda með yfirmönnum þessara stórfyrirtækja en fljótlega áttaði ég mig á því að fólk er bara fólk, sama hver er. Þótt þú talir við stórfyrirtæki og yfirmenn þeirra er staðreyndin sú að á endanum erum við öll bara fólk að klára vinnudaginn og förum síðan heim að elda kvöldmat.“ Tinna segist hafa lært það af bókaútgáfunni í Bandaríkjunum að mestu skiptir að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera og standa fast á sínu. Mánuðina eftir að Tinna hætti hjá Eddu tók hún að sér ýmis verkefni, allt frá þýðingarverkefnum í að leiða kvikmyndaframleiðslu. Árið 2018 tók Tinna svo að sér verkefni við Flateyjargátu hjá Sagafilm. Þórhallur Gunnarsson var þá yfirmaður hjá Sagafilm en fljótlega eftir að framleiðslu á Flateyjargátunni lauk hætti hann hjá Sagafilm og réði sig sem framkvæmdastjóra fjölmiðlasamsteypunnar Sýnar. Tinna var á þeim tíma ráðin í stök verkefni hjá Sagafilm og þegar hún frétti að það ætti að bæta við framleiðanda var hún strax viss um hvað hún vildi gera: Hún sendi því fundarboð á yfirmenn Sagafilm og bað um fund. „Ég settist niður með þeim og útskýrði fyrir þeim hvers vegna ég teldi mig vera rétta manneskjuna í þetta starf. Þau þyrftu því ekkert að auglýsa það. Ég hafði í raun mjög víðtæka reynslu sem nýtist í þetta starf þrátt fyrir að á þeim tíma hafi ég ekki haft beina reynslu sem framleiðandi stórra kvikmyndaverkefna,“ segir Tinna og bætir við að hún sé Sagafilm þakklát fyrir að hafa gefið sér þetta tækifæri. „Þetta starf sameinar marga ólíka hluti. Þetta starf snýst um tölur og business en líka um samningagerð, áætlanagerð og aðhald með kostnaðaráætlunum. Í grunninn er það þó skapandi þátturinn sem er skemmtilegastur, að vinna með leikstjórum og handritshöfundum og öllu því hæfileikafólki sem kemur að kvikmyndaframleiðslu.“ Starfi framleiðenda fylgja ýmsar erfiðar áskoranir. Tinna segir að þegar hún hafði áttað sig á því að fyrst og fremst þyrfti hún að standa með verkefninu á allan hátt, listrænt og fjárhagslega, fóru erfiðar ákvarðanir að verða aðeins auðveldari viðfangs. Vísir/Vilhelm Frá því að þetta var hefur Tinna komið að mörgum verkefnum en fyrsta verkefni hennar sem aðalframleiðandi var sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd í leikstjórn Silju Hauksdóttur eftir hugmynd Jóhanns Ævars Grímssonar og handriti þeirra tveggja auk Bjargar Magnúsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. „Þetta er mikil kvennasaga og fullkomið verkefni fyrir mig að hlaupa af stað með sem framleiðandi.“ Í kjölfarið hefur Tinna einnig framleitt stuttmyndina Heartless í leikstjórn Hauks Björgvinssonar sem hefur tekið þátt í kvikmyndahátíðum um allan heim og komið að framleiðslu á Stellu Blómkvist 2. „Það er gaman að segja frá því að Systrabönd, Heartless og Stella Blómkvist 2 eru tilnefnd til Eddu verðlauna þetta árið. Það er alltaf gaman þegar verkefni fá slíka viðurkenningu og verður hátíðin í ár því eins konar uppskeruhátíð fyrir alla sem að verkefnunum komu.“ Tinna segir starfinu oft fylgja erfiðar ákvarðanir. „Eitt af því sem er svo frábært við kvikmyndagerð er það hvað allir sem að verkefnum koma leggja metnað, hjarta sitt og sál í verkið en oft eru ekki allir sammála um það hvað á að gera, hvenær það á að gerast og hvað það má kosta. Það getur því verið mjög erfitt þegar illa gengur og það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Þegar ég áttaði mig á því að mitt starf sem framleiðandi er að standa með verkefninu á allan hátt hvort sem það er á listrænan eða fjárhagslegan hátt, fóru erfiðu ákvarðanirnar að verða aðeins auðveldari viðfangs.“ Aðspurð um góð ráð fyrir aðra hvetur Tinna fólk til að sækjast eftir því sem maður vill gera. Það sem ég reyni að hafa að markmiði í lífi og starfi er að vita hvert ég stefni og hvað það er sem ég vil gera. Mér finnst allt í lagi að hlutir séu erfiðir svo framarlega sem ég veit af hverju ég er geri þá og hef trú á þeim.“
Starfsframi Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 „Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00 Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00
„Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn” Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala. 3. júní 2022 07:00
Frá bleiku hjólhýsi í Afríku til spennandi starfa hjá Marel Hún fæddist í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Og ólst þar upp í bleiku hjólhýsi í skóginum því pabbi hennar starfaði þar sem jarðfræðingur. 1. júní 2022 07:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
Aðeins 32 ára í forstjórastólinn og veltir milljörðum á ári Guðrún Ragna Garðarsdóttir varð forstjóri Atlantsolíu aðeins 32 ára gömul. Félagið veltir um sjö milljörðum á ári og þótt fyrirséðar séu breytingar í olíugeiranum vegna orkuskiptanna, er engan bilbug á Guðrúnu eða félaginu að finna. 11. apríl 2022 07:00