Alfreð Gísla og Hrund Gunnsteins fögnuðu saman um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 15:30 Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir eru glæsilegt par. Samsett mynd Alfreð Gíslason handboltakempa og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu eru eitt heitasta nýja par landsins um þessar mundir. Parið fagnaði 48 ára afmæli Hrundar um helgina í faðmi fjölskyldu og vina en þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði. Alfreð er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið. Að loknum ferli sínum sem atvinnumaður og landsliðsmaður sneri hann sér að þjálfun og er án nokkurs vafa sigursælasti handboltaþjálfari Íslands. Alfreð, sem er 62 ára, starfaði lengst af sem þjálfari Kiel eða frá árinu 2008 þangað til hann lét af störfum hjá þýska stórveldinu sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni. Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Hrund er uppalin í Garðabænum en bjó um tíma í London þar sem hún lauk MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics. Þá er hún með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjónendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hrund hefur víðtæka ráðgjafar- og stjórnunarreynslu á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur líka látið að sér kveða við heimildarmyndargerð. Hún leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina Innsæi sem sýnd var víða um heim árið 2016. Það er óhætt að segja að parið blómstri ef marka má myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hrund er sjálf af mikilli handboltafjölskyldu. Pabbi hennar Gunnsteinn Skúlason var mikil handboltakempa og sömuleiðis Guðný og Skúli systkini hennar. Sjálf spilaði Hrund handbolta þótt hún hafi látið staðar numið fyrr en systkini sín og vann titla með Stjörnunni á yngri árum. Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Alfreð er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið. Að loknum ferli sínum sem atvinnumaður og landsliðsmaður sneri hann sér að þjálfun og er án nokkurs vafa sigursælasti handboltaþjálfari Íslands. Alfreð, sem er 62 ára, starfaði lengst af sem þjálfari Kiel eða frá árinu 2008 þangað til hann lét af störfum hjá þýska stórveldinu sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni. Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Hrund er uppalin í Garðabænum en bjó um tíma í London þar sem hún lauk MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics. Þá er hún með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjónendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hrund hefur víðtæka ráðgjafar- og stjórnunarreynslu á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur líka látið að sér kveða við heimildarmyndargerð. Hún leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina Innsæi sem sýnd var víða um heim árið 2016. Það er óhætt að segja að parið blómstri ef marka má myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hrund er sjálf af mikilli handboltafjölskyldu. Pabbi hennar Gunnsteinn Skúlason var mikil handboltakempa og sömuleiðis Guðný og Skúli systkini hennar. Sjálf spilaði Hrund handbolta þótt hún hafi látið staðar numið fyrr en systkini sín og vann titla með Stjörnunni á yngri árum.
Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning