Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2022 10:05 Mikið var fjallað um ástarmál Simons í norrænum fjölmiðlum á sínum tíma. Atuagagdliutit/Tímarit.is Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma. Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma.
Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent