Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 14:42 Við undirritun yfirlýsingar í Höfða í dag. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra. Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira