Ólafía Þórunn leggur kylfurnar á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lagt kylfuna á hilluna. Seth/Golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í golfi. Þetta tilkynnti hún sjálf í tilfinnaríku myndbandi á Youtube-síðu sinni nú rétt í þessu. Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi Golf Tímamót Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi
Golf Tímamót Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira