Ísland lendir ekki í sömu lyfjakrísu og Noregur Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 14:00 Norsk landslið eiga á hættu að verða bönnuð frá stórmótum en íslensk landslið glíma ekki við sömu hættu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Íslenskt íþróttafólk á ekki á hættu að verða bannað frá alþjóðlegum stórmótum vegna þess að staðið sé að lyfjaeftirliti með ófullnægjandi hætti. Sú hætta blasir við norsku íþróttafólki. Norðmenn vinna nú í því að leysa vanda vegna laga sem sett voru árið 2019 en þau heimila foreldrum að hafna því að unglingar á aldrinum 15-18 ára séu kallaðir í handahófskennd lyfjapróf. Þar með er ekki útilokað að unglingar noti ólögleg árangursaukandi lyf án þess að eiga á hættu að upp um þá komist. Ef að Norðmenn bæta ekki úr þessu blasir við að þeim verði bannað að halda stórmót í Noregi, og enn þyngri refsing gæti fylgt með því að Norðmenn fái ekki að keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum, í öllum íþróttum. Skilyrði að fullorðinn fylgi unglingi í lyfjapróf Birgir Sverrisson, verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Íslendingar búi ekki við sömu hættu. Ekki þarf að fá samþykki foreldris fyrir lyfjaprófi. „Þegar um lyfjapróf á undir 18 ára einstaklingi er að ræða er skilyrði að fullorðinn einstaklingur sé fylgdarmanneskja/fulltrúi viðkomandi í gegnum lyfjaprófunarferlið. Sá aðili getur verið foreldri viðkomandi, þjálfari eða annar starfsmaður eða fulltrúi félags, sem dæmi,“ segir Birgir og bætir við að þetta séu alþjóðlegar lyfjareglur sem eigi við um lyfjapróf um allan heim. Rune Andersen, fyrrverandi yfirmaður hjá Wada, alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, segir í samtali við NRK að hann viti ekki til þess að nokkurt annað land glími við sama vanda og Noregur. „Þetta eru reglur sem Noregur verður að breyta. Þetta rímar ekki við alþjóðlega regluverkið. Ef við ætlum að geta keppt við önnur lönd þá verður að fjarlæga reglurnar sem setja þessi höft,“ segir Andersen. Lyf ÍSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Norðmenn vinna nú í því að leysa vanda vegna laga sem sett voru árið 2019 en þau heimila foreldrum að hafna því að unglingar á aldrinum 15-18 ára séu kallaðir í handahófskennd lyfjapróf. Þar með er ekki útilokað að unglingar noti ólögleg árangursaukandi lyf án þess að eiga á hættu að upp um þá komist. Ef að Norðmenn bæta ekki úr þessu blasir við að þeim verði bannað að halda stórmót í Noregi, og enn þyngri refsing gæti fylgt með því að Norðmenn fái ekki að keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumótum, í öllum íþróttum. Skilyrði að fullorðinn fylgi unglingi í lyfjapróf Birgir Sverrisson, verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Íslendingar búi ekki við sömu hættu. Ekki þarf að fá samþykki foreldris fyrir lyfjaprófi. „Þegar um lyfjapróf á undir 18 ára einstaklingi er að ræða er skilyrði að fullorðinn einstaklingur sé fylgdarmanneskja/fulltrúi viðkomandi í gegnum lyfjaprófunarferlið. Sá aðili getur verið foreldri viðkomandi, þjálfari eða annar starfsmaður eða fulltrúi félags, sem dæmi,“ segir Birgir og bætir við að þetta séu alþjóðlegar lyfjareglur sem eigi við um lyfjapróf um allan heim. Rune Andersen, fyrrverandi yfirmaður hjá Wada, alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, segir í samtali við NRK að hann viti ekki til þess að nokkurt annað land glími við sama vanda og Noregur. „Þetta eru reglur sem Noregur verður að breyta. Þetta rímar ekki við alþjóðlega regluverkið. Ef við ætlum að geta keppt við önnur lönd þá verður að fjarlæga reglurnar sem setja þessi höft,“ segir Andersen.
Lyf ÍSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum