Sá sem neitaði að taka á sig launalækkun til að halda Messi orðinn liðsfélagi Þóris Jóhanns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 12:30 Samuel Umtiti er loks laus úr prísundinni í Katalóníu. Pedro Salado/Getty Images Samuel Umtiti er genginn í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lecce á láni frá Barcelona. Þessi franski varnarmaður hefur ekki átt sjö dagana sæla í Katalóníu en hann er talinn hafa neitað að lækka laun sín til að Börsungar gætu haldið goðsögninni Lionel Messi hjá félaginu. Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sjá meira