Segir „loftstein“ þurfa til að konur keppi í Formúlu 1 á næstu árum Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 Jamie Chadwick hefur verið afar sigursæl í kvennamótaröð Formúlunnar og hefur áhuga á að keppa í Formúlu 1. Getty/Clive Rose Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 kappakstrinum frá því um miðjan áttunda áratuginn. Forseti Formúlu 1, Stefano Domenicali, reiknar ekki með að það breytist á næstu fimm árum. Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick. Akstursíþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Domenicali segir að forráðamenn Formúlu 1 séu engu að síður að leita leiða til þess að bæta sitt kerfi til að auka líkurnar á að konur keppi í sterkustu kappaksturskeppni heims. „Það er afar mikilvægt að við gerum líkurnar sem mestar á því að konur komi í F1. Við leggjum okkur algjörlega fram við það,“ sagði Domenicali en bætti við: „Ef við horfum á þetta raunsætt, ekki nema að eitthvað gerist á borð við að loftsteinn lendi hér, þá sé ég ekki að stelpa komi inn í F1 á næstu fimm árum. Það er mjög ólíklegt.“ Tvær konur hafa keppt í Formúlu 1, báðar ítalskar. Sú fyrri var Maria Teresa de Filippis sem keppti fimm sinnum á sjötta áratugnum, og Lella Lombardi keppti svo í tólf keppnum á áttunda áratugnum og er eina konan sem unnið hefur til stiga í Formúlu 1. Keppni í Formúlu W hefur verið tengd við keppni í Formúlu 1 í ár, og verið keppt á sömu brautum um sömu helgar þó að keppnirnar séu reyndar færri í Formúlu W.Getty/Francois Nel Forráðamenn F1 hafa reynt að gera W-mótaröðina, þar sem aðeins konur keppa, meira sýnilega með því að hafa mótin á sömu brautum og um sömu helgar og Formúla 1. Boðar aðgerðir til að greiða veg kvenna inn í Formúlu 1 „Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með samstarfið við Formúlu W. En við teljum að til þess að stelpur geti keppt á sama stigi og strákarnir þá þurfi þær að vera á sama aldri þegar þær byrja að keppa á brautinni, í Formúlu 3 og Formúlu 2. Við erum að vinna í þessum málum til að sjá hvernig við getum bætt kerfið okkar. Og þið munuð sjá raunverulegar aðgerðir. Við viljum vinna þetta þannig að þær geti farið að keppa við strákana, á sama aldri, á réttum bíl,“ sagði Domenicali en vildi þó ekki fara út í það hvaða aðgerðir væru fyrirhugaðar. Sú besta stefnir á Formúlu 1 Jamie Chadwick hefur tvisvar sinnum unnið W-mótaröðina en hún hefur sagt að hún sé ekki viss um að konur ráði við líkamlegu kröfurnar sem fylgi því að komast inn í Formúlu 1. Eitt vandamálið er það að í Formúlu 2 og Formúlu 3 er ekki notast við vökvastýri. „Ég hef sett mér það markmið að keppa í Formúlu 1 en ég er ekki viss um að það sé hægt. Til að komast inn í Formúlu 1 þarf að fara í gegnum mótaraðirnar þar fyrir neðan, Formúlu 2 og Formúlu 3, og líkamlegu kröfurnar þar eru svakalegar,“ sagði Chadwick fyrr í sumar. „Formúla 1 krefst rosalega mikilla líkamlegra átaka, og við vitum ekki alveg hvað konur höndla í þessari íþrótt. Ef maður er 15 eða 16 ára, og fer út í að keppa í kappakstri, án vökvastýris og á stórum og þungum bílum, þá lenda margar konur í vandræðum, alveg sama þó að þær hafi notið velgengni í go-kart,“ sagði Chadwick.
Akstursíþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira