Fyrrverandi kærasta John McAfee segir hann hafa sviðsett dauða sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2022 16:06 Vafi leikur á hvort dauða John McAfee bar að með saknæmum hætti eða ekki eða hvort hann sé yfir höfuð dáinn. Getty/Jose GOITIA Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár. John McAfee, tæknifrumkvöðull sem er þekktastur fyrir að hafa búið til vírusvörnina McAfee, lifði ansi skrautlegu lífi. Síðasta áratug ævi hans var hann á stöðugum flótta undan hinum ýmsu yfirvöldum, bæði vegna gruns um að hafa skotið nágranna sinn í Belize árið 2012 og vegna fjölda skattalagabrota í Bandaríkjunum. McAfee var á stöðugu flakki eftir að hafa flúið Belize árið 2012.Getty/Larry Marano McAfee var á endanum handtekinn af lögreglunni á Spáni í október 2020 og dvaldi í fangelsi í Barcelona þar til í júní á síðasta ári þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum 75 ára að aldri. Stuttu áður höfðu þarlendir dómstólar heimilað framsal hans til Bandaríkjanna. Að sögn yfirvalda á Spáni lést McAfee af eigin hendi en aðstandendur hans hafa dregið þá skýringu í efa. Sjálfsmorð, sviðsett sjálfsmorð eða eitthvað annað? Janice McAfee, ekkja John, heldur því fram að hann hafi ekki verið í sjálfsvígshugsunum og að krufning á líki hans hafi verið ófullnægjandi. Hún bað því um að ítarlegri krufning yrði framin á líki hans sem dómstólar neiruðu. Lík John McAfee verið í líkhúsinu í Barcelona síðan. Í nýrri heimildamynd um síðustu ár McAfee sem heitir Running with the Devil: The Wild World of John McAfee og kemur á Netflix í kvöld birtist önnur kenning um dauða McAfee. Samantha Herrera með John McAfee á meðan þau voru enn saman.Skjáskot Þar er tekið viðtal við Samönthu Herrera, fyrrverandi kærustu John sem flúði með honum frá Belize 2012. Í myndinni heldur hún því fram að McAfee sé alls ekki dáinn heldur hafi hann sviðsett dauða sinn og fari nú huldu höfði í Texas. Á meðan McAfee lifði var hann ansi klókur í að flýja undan yfirvöldum og halda því leyndu hvar hann væri. Meðal annars hélt McAfee því fram að hann hefði flúið til Íslands og dvalið í felum á Dalvík. Það var þó aldrei staðfest og töldu sumir að McAfee hefði einfaldlega verið að afvegaleiða þá sem leituðu að honum. We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Spánn Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47 Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
John McAfee, tæknifrumkvöðull sem er þekktastur fyrir að hafa búið til vírusvörnina McAfee, lifði ansi skrautlegu lífi. Síðasta áratug ævi hans var hann á stöðugum flótta undan hinum ýmsu yfirvöldum, bæði vegna gruns um að hafa skotið nágranna sinn í Belize árið 2012 og vegna fjölda skattalagabrota í Bandaríkjunum. McAfee var á stöðugu flakki eftir að hafa flúið Belize árið 2012.Getty/Larry Marano McAfee var á endanum handtekinn af lögreglunni á Spáni í október 2020 og dvaldi í fangelsi í Barcelona þar til í júní á síðasta ári þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum 75 ára að aldri. Stuttu áður höfðu þarlendir dómstólar heimilað framsal hans til Bandaríkjanna. Að sögn yfirvalda á Spáni lést McAfee af eigin hendi en aðstandendur hans hafa dregið þá skýringu í efa. Sjálfsmorð, sviðsett sjálfsmorð eða eitthvað annað? Janice McAfee, ekkja John, heldur því fram að hann hafi ekki verið í sjálfsvígshugsunum og að krufning á líki hans hafi verið ófullnægjandi. Hún bað því um að ítarlegri krufning yrði framin á líki hans sem dómstólar neiruðu. Lík John McAfee verið í líkhúsinu í Barcelona síðan. Í nýrri heimildamynd um síðustu ár McAfee sem heitir Running with the Devil: The Wild World of John McAfee og kemur á Netflix í kvöld birtist önnur kenning um dauða McAfee. Samantha Herrera með John McAfee á meðan þau voru enn saman.Skjáskot Þar er tekið viðtal við Samönthu Herrera, fyrrverandi kærustu John sem flúði með honum frá Belize 2012. Í myndinni heldur hún því fram að McAfee sé alls ekki dáinn heldur hafi hann sviðsett dauða sinn og fari nú huldu höfði í Texas. Á meðan McAfee lifði var hann ansi klókur í að flýja undan yfirvöldum og halda því leyndu hvar hann væri. Meðal annars hélt McAfee því fram að hann hefði flúið til Íslands og dvalið í felum á Dalvík. Það var þó aldrei staðfest og töldu sumir að McAfee hefði einfaldlega verið að afvegaleiða þá sem leituðu að honum. We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019
Spánn Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47 Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57 Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur. 25. júní 2021 21:47
Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta. 23. júní 2021 19:57
Eigandi hússins á Dalvík telur McAfee vera að afvegaleiða fólk Eigandi hússins á Dalvík þar sem velt er upp hvort eftirlýstur tæknifrumkvöðull hafi dvalið í felum segir það hreinlega ekki geta verið. Hún veltir því fyrir sér hvort verið sé að villa um fyrir þeim sem vilja hafa hendur í hári Bandaríkjamannsins. 9. september 2019 14:05