„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 13:10 Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir gríðarlega mikilvægt að opinber yfirvöld gefi fjölmiðlum greinagóðar upplýsingar þegar harmleikur verður á borð við þann sem varð á Blönduósi. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki rætt við fjölmiðla eftir að hafa tekið við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Vísir Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23