VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2022 10:43 Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn formaður VR árið 2017. Vísir/Vilhelm Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér. Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem stéttarfélagið VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) munu leggja áherslu á í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðum í haust. Kjarasamningur VR og LÍV rennur út 1. nóvember næstkomandi. Framundan eru því viðræður um nýjan kjarasamning. Í kröfugerð félaganna, sem birt var á vef VR í dag er komið innn á helstu áhersluatriði félaganna í kjaraviðræðunum. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur sem gildi frá 1. nóvember til 30. október 2025. Skrifað var undir Lífskjarasamninginn svokallaða árið 2019. Hér má sjá Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ásamt Vilhjálmi Birgissyni, núverandi formanni Starfsgreinasambandsins og Ragnari Þór. Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem VR og LÍV hyggjast legga áherslu á er stytting vinnuvikunnar niður í fjóra daga, að vinnuvikan verði 32 stundir. Í Lífskjarasamningunum sem undirritaður var 2019 var samið um að starfsmenn ættu rétt á viðræðrum um vinnutímastyttingu niður í 36 tíma, samhliða niðurfellingu kaffitíma. „Styttingin tókst vel til og var almenn ánægja með hana meðal félagsfólks. VR og LÍV telja mikilvægt að fyrirtæki nýti tækifæri sem skapast í kjölfar hagræðingar sem sjálfvirknivæðing og tækniframfarir stuðla að til þess að stytta enn frekar vinnuviku starfsfólks,“ segir í kröfugerðinni. Þrjátíu daga orlof og orlofsrétturinn verði allt að tvö ár í senn Þá vilja félögin einnig að félagsmenn öðlist rétt til þrjátíu daga orlofs á hverju orlofsári. Lágmarksorlof er nú 24 tímar. Í kröfugerðinni er vísað í breytingar á orlofsrétti hjá hinu opinbera. Það kalli á endurrskoðun á orlofsrétti á almennum vinnumarkaði. Húsnæðismarkaðurinn hefur reynist mörgum erfiður að undanförnu vegna mikillar verðhækkana. VR telur þörf á þjóðarsátt í húsnæðismálum.vísir/vilhelm „VR og LÍV gera þá kröfu að allt félagsfólk eigi rétt til 30 orlofsdaga á orlofsárinu. VR og LÍV krefjast þess jafnframt að orlofsréttur verði rýmkaður þannig að orlofsnýting sé allt að tvö ár í senn. Ef ekki verður við því komið að nýta orlofið innan þess tíma, verði ónýtt orlof gert upp við starfsfólk áður en nýtt tímabil hefst,“ segir í kröfugerðinni. Verðtrygging verði afnumin og skattar og álögur lækkaðar Að auki er kallað eftir því að stjórnvöld komi að gerð kjarasamning á almennum markaði. Slíkt sé óhjákvæmilegt. Raunar segir í kröfugerðinni að stjórnvöld verði að koma að samningaborðinu. VR og LÍV gera þá kröfu að afnemi verðtryggingu á neytendalánum, lækki álögur og skatta á launafólk og lækki einnig virðisaukaskatt á nauðsynjavörum. Þá sé þörf á þjóðarsátt á húsnæðismarkaði. „VR og LÍV gera þá kröfu að þak verði sett á leigu, ungu fólki auðvelduð fyrstu kaup með auknum stuðningi frá hinu opinbera og lóðaframboð aukið verulega með aðkomu sveitarfélaga. Framboð húsnæðis, hvort heldur er til eignar eða leigu, er í engu samræmi við eftirspurn og fáir sem geta komið sér þaki yfir höfuðið.“ Lesa má kröfugerð VR í heild sinni hér.
Kjaramál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira