Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:38 Lúxussnekkja í eigu Dmitry Pumpyansky hefur verið seld á uppboði á Gíbraltar. Getty/Mikhail Svetlov Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49