Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:00 Breonna Taylor var drepin á heimili sínu í mars 2020 þegar lögreglumenn réðust þangað inn undir fölsku flaggi. AP Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07
Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32