Gæði nýrra mynda af Júpíter komu á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 22:17 Þessi mynd var sett saman úr þremur ljósmyndum sem teknar voru með mismunandi innrauðum skynjurum. Á myndinni má meðal annars greinnilega sjá segulljós á báðum hvelum reikisstjörnunnar. NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Geimvísindamenn birtu í dag nýjar myndir af gasrisanum Júpíter sem teknar voru með James Webb-geimsjónaukanum. Júpíter er áhugaverð reikistjarna og vonast vísindamenn til þess að skilja hana mun betur með gögnunum frá James Webb. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) er haft eftir stjarnfræðingnum Imke de Pater, að gæði myndanna hafi komið sér og öðrum á óvart. „Það er ótrúlegt að við getum séð smáatriði á Júpíter með hringjum reikisstjörnunnar og smáum tunglum, meira að segja stjörnuþokum, í einni mynd," segir de Pater. Á Stjörnufræðivefnum segir að Júpíter sé 142.984 kílómetrar í þvermál. Gasrisinn sé það stór að massi hans sé 2,5 sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, fylgitungla, smástirna, loftsteina og halastjarna í sólkerfinu. Þrettán hundruð jarðir kæmust fyrir inn í Júpíter væri hann holur að inna. Ljósi bletturinn á Júpíter kallast „Stóri rauði bletturinn“. Hann er að vísu hvítur á þessum myndum vegna þess hve miklu sólarljósi þeir endurspegluðu í skynjara Webb. Þarna er um að ræða stærðarinnar storm sem gæti gleypt jörðina en bletturinn hefur verið sýnilegur á Júpíter frá að minnsta kosti 1831. Á þessari mynd má sjá Júpíter í meiri fjarlægð og tungl reikistjörnunnar.NASA, ESA, CSA, Jupiter ERS og Judy Schmidt Áhugasamir geta skoðað myndirnar í hárri upplausn og frekari upplýsingar um þær hér á vef NASA. Mikla vinnu þarf til að vinna myndir James Webb-sjónaukans, eins og farið er yfir á vef NASA. Myndir af Júpíter eru þó sérstaklega erfiðar vegna þess hve hratt reikisstjarnan snýst. James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. Hann var gerður af geimvísindastofnunum Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í fyrra og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Júpíter Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira