Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2022 22:00 Rannsakendur á vettvangi sprengjuárásarinnar í gær. AP Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. Daria Dugina var þrítug og var dóttir Alexanders Dugin en hann er mjög svo umdeildur rússneskur heimspekingur sem hefur um árabil kallað eftir því að Rússar endurbyggi veldi sitt og hernemi ríki eins og Úkraínu og Eystrasaltsríkin. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Dugina var reglulega gestur í umræðuþáttum Rússlands þar sem hún boðaði orð föður síns. Segja konu með tólf ára barn hafa gert árásina Leyniþjónusta Rússlands, (FSB) heldur því fram að úkraínsk kona sem heitir Natalya Vovk hafi ferðast til Rússlands í júlí, með tólf ára dóttur sinni og leigt íbúð í fjölbýlishúsi Dugina. Dugina er sögð hafa verið skotmark árásarinnar en ekki Dugin, faðir hennar. Dugina var á bíl föður hennar þegar hann sprakk í loft upp en Rússar segja að fjarstýrði sprengju hafi líklega verið komið fyrir í bílnum. Þau voru bæði á tónlistarhátíð þjóðernissinna nærri Moskvu þar sem Dugin hélt einnig ræðu. Fregnir hafa borist af því að Dugin hafi ætlað að vera í bílnum með henni en hafi farið í annan bíl. Myndband sem tekið var eftir sprenginguna sýndi hann á vettvangi. Vovk er sögð hafa elt Duginu um á Mini Cooper og farið á tónlistarhátíð sem hún sótti. Þar hafi hún komið sprengju fyrir í bíl Duginu, sprengt hana og flúið til Eistlands. Þá er hún sögð hafa verið búin að skipta um númeraplötur á bíl sínum og verið á úkraínskum númerum. FSB segir morðið hafa verið skipulagt af leyniþjónustu Úkraínu en Vovk er sögð hafa tilheyrt Azov-herdeildinni. Einhvern veginn segjast Rússar hafa fundið skilríki Vovk sem tengir hana við Azov-herdeildina. Kremlin-linked media is posting what they say is Natalya Vovk s ID card, which identifies her as a member of the nationalist Azov regiment.Not the most obvious thing to take with you when you plot a car bombing in Russia pic.twitter.com/RNlBlGxfv6— max seddon (@maxseddon) August 22, 2022 Það er umdeild herdeild í her Úkraínu sem hefur lengi verið bendluð við nýnasista og aðra fjar-hægri öfgamenn. Hún var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni eftir að hún var færð inn í þjóðvarðlið hersins. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Birtu myndband FSB hefur birt myndband sem á að sýna að Vovk elda Duginu og fara inn í íbúð hennar. Myndbandið á einnig að sýna Vovk koma til Rússlands og fara yfir landamærin til Eistlands eftir morðið. The FSB publishes what it says is video of Vovk driving her Mini Cooper into Russia, entering Dugina's apartment building, and leaving the country through Estonia.Notable by its absence: any footage connecting Vovk with the car bombing. pic.twitter.com/cJUKQVR5c7— max seddon (@maxseddon) August 22, 2022 Eins og áður hefur komið fram hefur þessum yfirlýsingum verið mætt með miklum efasemdum. Þær snúa meðal annars að því hve fljótir starfsmenn FSB voru að finna hinn meinta sökudólg. Þá bendlar myndbandið hana í raun ekki við morðið. Sjá einnig: Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Úkraínumenn segjast ekkert hafa komið að bílasprengjunni og hafa meðal annars bent á það að árásin þjónar engum hagsmunum fyrir þá. Dugina hafi ekki verið áhrifamikil og þá segjast Úkraínumenn ekki gera árásir sem þessar, samkvæmt frétt Guardian. „Því við erum ekki glæparíki, eins og rússneska sambandsríkið er, og enn ekki hryðjuverkaríki,“ hefur Washington Post eftir Mykhailo Podolyak, ráðgjafa Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn segja enn fremur mögulega hafi árásin verið gerð vegna einhverja deilna innan Rússlands. Mögulega hafi Rússar sjálfir gert árásina til að skapa átyllu fyrir umfangsmiklar árásir á Úkraínu í aðdraganda sjálfstæðisdags ríkisins. Úkraínumenn halda upp á sjálfstæði þeirra á miðvikudaginn en þá verða nákvæmlega sex mánuðir liðnir frá því innrás Rússa hófst. Forsvarsmaður sjónvarpsstöðvar þar sem Dugina vann birti í dag yfirlýsingu sem á að vera frá Dugin, föður hennar. Þar segir hann að dóttir sín hafi verið föðurlandsvinur og kallar eftir því að hefnt verði fyrir dauða hennar, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Dugin segir réttu leiðina til að gera það vera að sigra Úkraínu. Vilja líka refsa Eistum Nokkur spenna hefur verið milli Eistlands og Rússlands eftir innrásina í Úkraínu. Eistar hafa verið dyggir stuðningsmenn Úkraínu og hafa gengið hart fram gegn Rússlandi innan Evrópusambandsins. Ráðamenn þar tilkynntu nýverið að til stæði að taka niður alla sovéska minnisvarða og í kjölfarið var gerð umfangsmikil tölvuárás á stofnanir og fyrirtæki í landinu. Sjá einnig: Vörðust umfangsmestu tölvuárás á Eistland frá 2007 Þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov, sem er hátt settur í efri deild rússneska þingsins, hefur lýst því yfir að Eistar eigi að framselja Kovk. Annars muni Rússar grípa til harðra aðgerða gegn ríkinu, sem væri þá skýla hryðjuverkamanni. Margarita Simonyan, sem stýrir rússneska ríkismiðlinum RT, tísti um árásina í dag. Hún sagði að mögulega þyrftu Rússar að senda menn til Eistlands til að dást að kirkjuturnum Tallin. . , , . , , .— (@M_Simonyan) August 22, 2022 Þar var hún að vísa til tveggja rússneskra útsendara leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), sem eitruðu fyrir fyrrverandi njósnaranum rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi um árið. Þegar myndir voru birtar af þeim í Bretlandi, tók Simonyan viðtal við þá þar sem þeir sögðust hafa verið í Salisbury sem ferðamenn og hafi farið þangað til að skoða turna dómkirkjunnar þar. Yfirvöld í Tékklandi hafa sakað sömu menn um að bera ábyrgð á stærðarinnar sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014. Eistar hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið. Í svari við fyrirspurn Washington Post sagði talskona utanríkisráðuneytis Eistlands ekki tímabært að segja til um hvort konan og dóttir hennar ferðuðust nýverið frá Rússlandi til Eistlands. Málið þyrfti að fara eðlilegan farveg samkvæmt lögum. Rússar væru ekki enn búnir að senda fyrirspurn til Eistlands og að ásökunin um aðkomu Eista hefði einugis borist í gegnum áróðursmiðla ríkisins. Segir rússneska skæruliða hafa gert árásina Ilya Ponomarev, fyrrverandi rússneskur þingmaður, sem var gerður útlægur vegna andstöðu sinnar við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hélt því fram í gær að hann væri í samskiptum við skæruliða sem hefðu lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hann sagði þann hóp kallast National Republican Army og las upp yfirlýsingu sem á að vera frá hópnum. Í samtali við Financial Times sagði Ponomarev að hópurinn væri skipaður ungu og róttæku fólki sem væri búið að vera að æfa sig og undirbúa lengi. Hann færði þó engar sannanir fyrir ummælum sínum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Daria Dugina var þrítug og var dóttir Alexanders Dugin en hann er mjög svo umdeildur rússneskur heimspekingur sem hefur um árabil kallað eftir því að Rússar endurbyggi veldi sitt og hernemi ríki eins og Úkraínu og Eystrasaltsríkin. Skrif hans og ráðgjöf eru sögð hafa haft mikil áhrif á orðræðu Pútíns og rökstuðning fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Til að mynda ummæli Pútíns um að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð, sem hann lét falla þegar hann undirritaði tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Dugina var reglulega gestur í umræðuþáttum Rússlands þar sem hún boðaði orð föður síns. Segja konu með tólf ára barn hafa gert árásina Leyniþjónusta Rússlands, (FSB) heldur því fram að úkraínsk kona sem heitir Natalya Vovk hafi ferðast til Rússlands í júlí, með tólf ára dóttur sinni og leigt íbúð í fjölbýlishúsi Dugina. Dugina er sögð hafa verið skotmark árásarinnar en ekki Dugin, faðir hennar. Dugina var á bíl föður hennar þegar hann sprakk í loft upp en Rússar segja að fjarstýrði sprengju hafi líklega verið komið fyrir í bílnum. Þau voru bæði á tónlistarhátíð þjóðernissinna nærri Moskvu þar sem Dugin hélt einnig ræðu. Fregnir hafa borist af því að Dugin hafi ætlað að vera í bílnum með henni en hafi farið í annan bíl. Myndband sem tekið var eftir sprenginguna sýndi hann á vettvangi. Vovk er sögð hafa elt Duginu um á Mini Cooper og farið á tónlistarhátíð sem hún sótti. Þar hafi hún komið sprengju fyrir í bíl Duginu, sprengt hana og flúið til Eistlands. Þá er hún sögð hafa verið búin að skipta um númeraplötur á bíl sínum og verið á úkraínskum númerum. FSB segir morðið hafa verið skipulagt af leyniþjónustu Úkraínu en Vovk er sögð hafa tilheyrt Azov-herdeildinni. Einhvern veginn segjast Rússar hafa fundið skilríki Vovk sem tengir hana við Azov-herdeildina. Kremlin-linked media is posting what they say is Natalya Vovk s ID card, which identifies her as a member of the nationalist Azov regiment.Not the most obvious thing to take with you when you plot a car bombing in Russia pic.twitter.com/RNlBlGxfv6— max seddon (@maxseddon) August 22, 2022 Það er umdeild herdeild í her Úkraínu sem hefur lengi verið bendluð við nýnasista og aðra fjar-hægri öfgamenn. Hún var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni eftir að hún var færð inn í þjóðvarðlið hersins. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Birtu myndband FSB hefur birt myndband sem á að sýna að Vovk elda Duginu og fara inn í íbúð hennar. Myndbandið á einnig að sýna Vovk koma til Rússlands og fara yfir landamærin til Eistlands eftir morðið. The FSB publishes what it says is video of Vovk driving her Mini Cooper into Russia, entering Dugina's apartment building, and leaving the country through Estonia.Notable by its absence: any footage connecting Vovk with the car bombing. pic.twitter.com/cJUKQVR5c7— max seddon (@maxseddon) August 22, 2022 Eins og áður hefur komið fram hefur þessum yfirlýsingum verið mætt með miklum efasemdum. Þær snúa meðal annars að því hve fljótir starfsmenn FSB voru að finna hinn meinta sökudólg. Þá bendlar myndbandið hana í raun ekki við morðið. Sjá einnig: Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Úkraínumenn segjast ekkert hafa komið að bílasprengjunni og hafa meðal annars bent á það að árásin þjónar engum hagsmunum fyrir þá. Dugina hafi ekki verið áhrifamikil og þá segjast Úkraínumenn ekki gera árásir sem þessar, samkvæmt frétt Guardian. „Því við erum ekki glæparíki, eins og rússneska sambandsríkið er, og enn ekki hryðjuverkaríki,“ hefur Washington Post eftir Mykhailo Podolyak, ráðgjafa Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn segja enn fremur mögulega hafi árásin verið gerð vegna einhverja deilna innan Rússlands. Mögulega hafi Rússar sjálfir gert árásina til að skapa átyllu fyrir umfangsmiklar árásir á Úkraínu í aðdraganda sjálfstæðisdags ríkisins. Úkraínumenn halda upp á sjálfstæði þeirra á miðvikudaginn en þá verða nákvæmlega sex mánuðir liðnir frá því innrás Rússa hófst. Forsvarsmaður sjónvarpsstöðvar þar sem Dugina vann birti í dag yfirlýsingu sem á að vera frá Dugin, föður hennar. Þar segir hann að dóttir sín hafi verið föðurlandsvinur og kallar eftir því að hefnt verði fyrir dauða hennar, samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Dugin segir réttu leiðina til að gera það vera að sigra Úkraínu. Vilja líka refsa Eistum Nokkur spenna hefur verið milli Eistlands og Rússlands eftir innrásina í Úkraínu. Eistar hafa verið dyggir stuðningsmenn Úkraínu og hafa gengið hart fram gegn Rússlandi innan Evrópusambandsins. Ráðamenn þar tilkynntu nýverið að til stæði að taka niður alla sovéska minnisvarða og í kjölfarið var gerð umfangsmikil tölvuárás á stofnanir og fyrirtæki í landinu. Sjá einnig: Vörðust umfangsmestu tölvuárás á Eistland frá 2007 Þingmaðurinn Vladimir Dzhabarov, sem er hátt settur í efri deild rússneska þingsins, hefur lýst því yfir að Eistar eigi að framselja Kovk. Annars muni Rússar grípa til harðra aðgerða gegn ríkinu, sem væri þá skýla hryðjuverkamanni. Margarita Simonyan, sem stýrir rússneska ríkismiðlinum RT, tísti um árásina í dag. Hún sagði að mögulega þyrftu Rússar að senda menn til Eistlands til að dást að kirkjuturnum Tallin. . , , . , , .— (@M_Simonyan) August 22, 2022 Þar var hún að vísa til tveggja rússneskra útsendara leyniþjónustu herafla Rússlands (GRU), sem eitruðu fyrir fyrrverandi njósnaranum rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi um árið. Þegar myndir voru birtar af þeim í Bretlandi, tók Simonyan viðtal við þá þar sem þeir sögðust hafa verið í Salisbury sem ferðamenn og hafi farið þangað til að skoða turna dómkirkjunnar þar. Yfirvöld í Tékklandi hafa sakað sömu menn um að bera ábyrgð á stærðarinnar sprengingu í vopnageymslu í landinu árið 2014. Eistar hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um málið. Í svari við fyrirspurn Washington Post sagði talskona utanríkisráðuneytis Eistlands ekki tímabært að segja til um hvort konan og dóttir hennar ferðuðust nýverið frá Rússlandi til Eistlands. Málið þyrfti að fara eðlilegan farveg samkvæmt lögum. Rússar væru ekki enn búnir að senda fyrirspurn til Eistlands og að ásökunin um aðkomu Eista hefði einugis borist í gegnum áróðursmiðla ríkisins. Segir rússneska skæruliða hafa gert árásina Ilya Ponomarev, fyrrverandi rússneskur þingmaður, sem var gerður útlægur vegna andstöðu sinnar við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hélt því fram í gær að hann væri í samskiptum við skæruliða sem hefðu lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hann sagði þann hóp kallast National Republican Army og las upp yfirlýsingu sem á að vera frá hópnum. Í samtali við Financial Times sagði Ponomarev að hópurinn væri skipaður ungu og róttæku fólki sem væri búið að vera að æfa sig og undirbúa lengi. Hann færði þó engar sannanir fyrir ummælum sínum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00 Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47 Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18
Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00
Ætla að grafa hægt og rólega undan Rússum Dregið hefur úr stórskotaliðsárásum Rússa í suðurhluta Úkraínu samhliða auknum árásum Úkraínumanna á skotfærageymslur, birgðastöðvar, brýr og aðra innviði á Krímskaga og í suðurhluta Kherson. Her Úkraínu virðist hafa breytt um stefnu og vinnur nú með langvarandi átök í huga. 19. ágúst 2022 21:47
Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. 16. ágúst 2022 11:17