Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 10:23 Maðurinn hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skotfélagið Markviss Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57