Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 19:57 Birgir Jónasson er lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02