„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 12:01 Alexander spilaði í Þýskalandi frá 2003 til 2022 en var áður í fimm ár í Gróttu/KR, frá 1998 til 2003. Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr. Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Alexander tilkynnti í maí að hann væri hættur í handbolta en hann varð 42 ára í síðasta mánuði. Hann lék síðast fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni en alls lék hann fyrir sjö félög á glæstum ferli. Hann spilaði 186 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 725 mörk. Hann kveðst afar stoltur af ferlinum. „Það eru að sjálfsögðu Ólympíuleikarnir 2008 [sem standa upp úr] og brons á EM 2010. Svo eru nokkrir titlar með Rhein-Neckar Löwen, Evrópukeppni og Þýskalandsmeistaratitlar. Þetta er eitthvað til að skoða þegar maður horfir til baka,“ segir Alexander. Uppgjöf ekki til Alexander glímdi við þrálát axlarmeiðsli á ferlinum og tók sér pásu frá landsliðinu vegna álags frá 2016 til 2020. Hann spilaði oft í gegnum meiðslin en aðspurður hvernig hann færi að því sagði hann: „Ég veit það ekki alveg sjálfur. Þetta voru mikil meiðsli í öxlinni, sem var aðaldæmið, en maður þarf bara að vinna með það og reyna að styrkja öxlina og líkamann. Að gefast aldrei upp, það er bara málið,“ Rússíbanareið með Rhein-Neckar Aldrei mun annar leikmaður klæðast treyju númer 32 hjá Rhein-Neckar Löwen sem hangir uppi í rjáfri í SAP Arena.Mynd/Nordic Photos/Bongarts Lengst af lék Alexander með Rhein-Neckar Löwen á sínum ferli, árin 2012 til 2021. Þar vann hann tvo þýska meistaratitla, 2016 og 2017, einn bikartitil árið 2018 og Evrópudeildina 2013. Þann síðastnefnda vann hann undir stjórn íslenska landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. Þar er hann goðsögn og var innvígður í frægðarhöll félagsins í fyrra. Treyja hans, númer 32, var sett upp í rjáfur og mun því enginn bera þá tölu á bakinu hjá félaginu framar. „Það var allt saman mjög skemmtilegt en á sama tíma mjög erfitt. Það voru margir leikir og mikil ferðalög, maður vann og tapaði stórum leikjum, vann titla og tapaði titlum. Þetta var risastór rússibani sem fór upp og niður. Þess vegna er ég mjög glaður að komast upp í þak á SAP Arena,“ „Þetta er lífið mitt og aðalpunkturinn í handboltanum, ég var þarna í átta og hálft ár og þess vegna er þetta geggjað,“ segir Alexander en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Tímamót Þýski handboltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira