Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Magnús Jochum Pálsson og Snorri Másson skrifa 21. ágúst 2022 09:34 Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfesti við fréttastofu að tveir Íslendingar væru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi sem átti sér stað á milli klukkan fimm og sex í morgun. Vísir/Samsett Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá því að fólk hefði látist í árásinni. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið að sögn Birgis. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tengsl á milli einstaklinganna en Birgir getur ekki sagt hver þau voru. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ segir Birgir. Ekki vitað um líðan hins særða Birgir segir málið á afar viðkvæmu stigi og að fólk sé slegið. Unnið sé að því að gera aðstandendum viðvart. Aldur hinna látnu er ókunnur en öruggt er að um er að ræða fullorðið fólk. Þá hafi hinn særði verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans. Rannsókn málsins er annars í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Auk þess hefur áfallateymi Rauða krossins í umdæmi verið virkjað. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi vestra birti á Facebook klukkan ellefu kemur fram að þó lögreglan hafi vopnbúið sig áður en hún kom á vettvang hafi hún ekki þurft að grípa til vopna. Þar kemur einnig fram að von sé á annarri tilkynningu frá lögreglunni klukkan sex í kvöld. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl greindi fyrst frá því að fólk hefði látist í árásinni. Tveir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við málið að sögn Birgis. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru tengsl á milli einstaklinganna en Birgir getur ekki sagt hver þau voru. „Meintur gerandi fannst einnig látinn á vettvangi, það er að segja meintur gerandi skotárásarinnar. Í framhaldi var hlúð að hinum slasaða, vettvangur tryggður og lögreglan á Norðurlandi eystra kvödd til. Hún fer með rannsókn manndrápsmála,“ segir Birgir. Ekki vitað um líðan hins særða Birgir segir málið á afar viðkvæmu stigi og að fólk sé slegið. Unnið sé að því að gera aðstandendum viðvart. Aldur hinna látnu er ókunnur en öruggt er að um er að ræða fullorðið fólk. Þá hafi hinn særði verið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur en ekki er vitað um líðan hans. Rannsókn málsins er annars í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Auk þess hefur áfallateymi Rauða krossins í umdæmi verið virkjað. Í tilkynningu sem lögreglan á Norðurlandi vestra birti á Facebook klukkan ellefu kemur fram að þó lögreglan hafi vopnbúið sig áður en hún kom á vettvang hafi hún ekki þurft að grípa til vopna. Þar kemur einnig fram að von sé á annarri tilkynningu frá lögreglunni klukkan sex í kvöld.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira