Mútuhneyksli tengt ÓL 2020 geti haft skaðleg áhrif Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:30 Yasuhiro Yamashita (t.v.) óttast áhrif hneykslisins. Tomohiro Ohsumi/Getty Images Japanskir embættismenn óttast áhrifin sem mútuhneyksli tengt Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í fyrra hafi á umsókn landsins um að halda Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra í Sapporo árið 2030. Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er. Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Svörtu skýin safnast yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Sjá meira
Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er.
Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Svörtu skýin safnast yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Sjá meira