Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 20:00 Fólk hefur sofið í stólum og sófum í neyðarskýlinu þar sem nýting hefur farið fram úr því sem húnsæðið leyfir. vísir/Egill Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía. Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira
Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía.
Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira