Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:28 Auður Alfa Ólafsdóttir gagnrýnir laun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði. Það sé óásættanlegt að þau séu margföld lágmarkslaun. Á sama tíma hafi verð á mat og drykk hækkað um ríflega átta prósent milli ára. ASÍ/Vísir/Vilhelm ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir.
„Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún.
Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30