Gagnrýnir ofurlaun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði á tímum verðhækkana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 13:28 Auður Alfa Ólafsdóttir gagnrýnir laun æðstu stjórnenda á matvörumarkaði. Það sé óásættanlegt að þau séu margföld lágmarkslaun. Á sama tíma hafi verð á mat og drykk hækkað um ríflega átta prósent milli ára. ASÍ/Vísir/Vilhelm ASÍ gagnrýnir harðlega ofurlaun laun æðstustjórnenda á matvörumarkaði meðan gríðarlegar verðhækkanir hafi gengið yfir. Stjórnarformaður í einni stærstu matar og drykkjar heildsölu landsins var með ríflega 3,2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir. Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Mánaðartekjur æðstu stjórnenda á matvörumarkaði og framleiðenda matvara eða dreifingaraðila á síðasta ári voru á bilinu ríflega þrjár milljónir og upp í 24 milljónir á mánuði sem var hjá Costco á Íslandi. Hjá lágvöruverslununum Krónunni og Bónus voru framkvæmdastjórar með frá ríflega þremur og upp í fimm milljónir. Forstjórar stórra matvælaheildsala voru með þrjár til fimm milljónir á mánuði. Stjórnarformaður og fjármálastjóri einnar slíkrar voru báðir með um 3,2 milljónir á mánuði. Þá voru forstjórar stórra matvöruframleiðenda með um þrjár milljónir á mánuði. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda hjá heildsölum á matvælamarkaði, dreifingaraðilum og matvælaframleiðendum samkvæmt nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta kom fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar í gær. Inn í þessum tölum eru ekki bílastyrkir, skattfrjálsir dagpeningar, greiðslur í lífeyrissjóði eða fjármagnstekjur. Í launatölu kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019. Formaður Neytendasamtakanna kallaði eftir útskýringum frá stjórnum þessara fyrirtækja vegna slíkra launa. Það þyrfti að ná samfélagssátt um hvað væri eðlilegt að æðstu stjórnendur væru með margföld lágmarkslaun. Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá ASÍ þetta hafa afar neikvæð áhrif á neytendur. „Þegar forstjórar matvöruverslana og fyrirtækja sem framleiða matvöru eru með tíu til fimmtánföld laun láglaunafólks á sama tíma og miklar verðhækkanir hafa verið á mat og drykk þá veltir maður fyrir sér spurningunni, hvernig samfélagi viljum við búa í og hvort þetta sé siðferðislega rétt,“ segir Auður. Auður segir að þó stjórnendur fyrirtækjanna séu aðeins lítill hluti starfsmanna hafi laun þeirra áhrif á matvöruverð. „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún. Ekki góð skilaboð inn í kjarasamninga Hún telur slíkar tekjur ekki rýma við skilaboð um að það þurfi að halda aftur að launahækkunum. „Þetta eru ekki góð skilaboð í þá kjarasamninga sem eru fram undan á sama tíma og verðlag hækkar og forstjórar eru með þessi laun þá eru skilaboðin til launafólks að það sé ekkert svigrúm til launahækkana. Það er augljóst að þessi fyrirtæki hafa ekki þurft að hagræða í rekstri. Við sjáum að verð á mat og drykk hefur hækkað um 8,2% á einu ári en það er þriðji stærsti áhrifavaldurinn á ársverðbólgu sem er nú um tíu prósent. Ef það væri ekki þessi fákeppni á matvörumarkaði þá myndu þessi fyrirtækja hagræða hjá sér þegar kostnaðarhækkanir verða út í heimi eins og verið hefur, en það virðist ekki gert samkvæmt þessum tölum,“ segir Auður. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við stjórnarformann Haga sem reka Bónus, Hagkaup og Aðföng í morgun en fékk ekki svör fyrir hádegisfréttir.
„Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif. Það kostar að viðhalda launum þetta háum. Það er algjörlega óásættanlegt að neytendur taki á sig kostnaðarhækkanir á matvöruverði á sama tíma og stjórnendur þessara fyrirtækja halda sínum stjarnfræðilega háum launum,“ segir hún.
Kjaramál Neytendur Verslun Tengdar fréttir Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30