Réttarhöldin yfir Ryan Giggs: Átti erfitt með að svara spurningum saksóknara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 12:00 Ryan Giggs gæti átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. Christopher Furlong/Getty Images Níundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku. Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Þriðja daginn í röð bar Ryan Giggs vitni. Hann brotnaði niður og grét í gær er hann rifjaði upp að eyða nóttu í haldi lögreglu. Hann neitar ásökunum þó hann viðurkenni að hann hafi ekki verið hinn fullkomni kærasti. Ryan Giggs admits giving the police a statement that was partly untrue.Day 9 of the Giggs trial. Former #MUFC player is accused of creating "false narrative" to cover up behaviour towards girlfriend.Jury expected to deliberate verdict early next week.https://t.co/7LCN3YqtdC— Daniel Taylor (@DTathletic) August 18, 2022 Eftir að hafa upphaflega sagst vera ánægður með að lögreglan skildi mæta þann 20. nóvember, er hann er ásakaður um að hafa skallað Kate og gefið Emmu olnbogaskot. Þá viðurkenndi Giggs að hann hefði í raun ekki viljað fá lögregluna á svæðið og að hann hafi látið Emmu heyra það fyrir að hringja í Neyðarlínuna. Peter Wright, saksóknari, ásakaði Giggs um að búa til falska lýsingu á því sem átti sér stað. Wright sagði að Giggs væri að reyna láta það líta þannig út að hann væri fórnarlamb en ekki gerandi. Símtal Emmu við Neyðarlínuna Afrit af símtali Emmu Greville í Neyðarlínuna var lesið upp. Þar kom fram að Giggs hefði truflað Emmu með því að segja „Þú fokking orsakaðir þetta.“ Emma var þá að segja Neyðarlínunni að Giggs hefði skallað systur hennar og hótað að gera það sama við hana. Wright spurði Giggs einfaldlega: „Af hverju sagðir þú ekki þá að um algjöra þvælu væri að ræða eða spurðir um hvað hún væri að tala.“ „Ég veit það ekki,“ svaraði Giggs aftur og aftur er Wright þjarmaði að honum. Giggs viðurkenndi að hann hefði reynt að sannfæra Emmu um að hringja ekki í Neyðarlínuna. Hann sagði henni að hugsa um hvaða áhrif þetta myndi hafa á dóttur hans ef lögreglan myndi mæta á svæðið og þetta kæmist í fjölmiðla. Hvað gerist næst? Réttarhöldin áttu upphaflega að vera í tvær vikur eða tíu virka daga. Nú hefur verið staðfest að þau munu halda áfram inn í þriðju vikuna. Enn eiga báðir aðilar, saksóknari og lögmenn, eftir að halda lokaræður sínar. Talið er að kviðdómur muni ráða ráðum sínum og ákveða sekt eða sakleysi Giggs á þriðjudaginn í næstu viku.
Fótbolti Heimilisofbeldi Mál Ryan Giggs Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira