Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 09:43 Björk Guðmundsdóttir segir að hún, Katrín Jakobsdóttir og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman, en Katrín hafi bakkað út. Samsett Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í löngu viðtali við Björk í The Guardian, sem birtist í morgun, í tilefni þess að von er á nýrri plötu Bjarkar, Fossora. Í viðtalinu fer Björk yfir víðan völl, hvaða áhrif Covid-faraldurinn hafi haft á listsköpun hennar, nýju plötuna, ferilinn og hennar hjartans mál, sem meðal annars eru umhverfismál. Sár og svekkt með Katrínu Ef marka má viðtalið virðist Björk vera sár og svekkt með framgöngu Katrínar í umhverfismálum. Þannig segir í viðtalinu að árið 2019 hafi Björk, Greta Thunberg og Katrín, sem þá hafði verið forsætisráðherra í tvö ár, myndað með sér samstarf um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín ávarpaði loftslagsfund SÞ í september árið 2019. Sama ár og Björk segir að hún, Katrín og Greta Thunberg hafi ætlað sér að vinna saman.Stephanie Keith/Getty Images) Kemur fram í viðtalinu að þegar tími hafi verið kominn til að senda út tilkynningu hafi Katrín hins vegar hætt við, á ögurstundu. „Ég treysti henni, kannski vegna þess að hún er kona. Svo fór hún og hélt ræðu og minntist ekki einu orði á þetta. Hún minntist ekkert á þetta. Og ég varð svo pirruð,“ er haft eftir Björk á vef Guardian þar sem tekið er fram að henni hafi verið heitt í hamsi þegar hún ræddi um þetta. „Ég hafði undirbúið þetta í marga mánuði,“ er haft eftir Björk. Segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið Á þessum tíma hafði Thunberg öðlast heimsfrægð fyrir að krefja leiðtoga heims um aðgerðir í loftslagsmálum, þá aðeins sextán ára gömul. Þær Björk höfðu einnig unnið saman á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, þar sem skilaboð frá Thunberg voru hluti af tónleikum Bjarkar. Greta Thunberg birtist á skjám á tónleikaferðalagi Bjarkar árið 2019, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á tónleikum Bjarkar í New York það ár.Santiago Felipe/Getty Images) Ekki kemur fram hvenær eða við hvaða tilefni Katrín á að hafa bakkað út úr því að tilkynna það sem Björk nefnir í viðtalinu. Nefna má að 2019, sama ár og Björk nefndi í viðtalinu og sama ár og skilaboð Thunberg voru birt á tónleikaferðalagi Bjarkar var Katrín valin til þess að ávarpa loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna, auk Thunberg. Í viðtalinu í Guardian er Björk harðorð í garð Katrínar. „Ég vildi geta stutt hana. Það er erfitt að vera kvenkyns forsætisráðherra. Hún er með alla menningarsnauðu ruddana (e. redneck) á bakinu. En hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið,“ er haft eftir Björk í viðtalinu, sem lesa má í heild sinni hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Björk Menning Tónlist Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira