Rushdie hefur um árabil þurft að fara huldu höfði vegna morðhótana. Undanfarin ár hafði hann þó farið að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik en hann var stunginn margsinnis á sviði í New York-ríki í Bandaríkjunum í gær.
Um 2.500 manns fylgdust með þegar hinn 24 ára gamli Hadi Matar, sem flutti til Bandaríkjanna frá Líbanon og býr í New Jersey, ruddist upp á svið og stakk Rushdie þann 12. ágúst síðastliðinn. Lögregluþjónn sem var á vettvangi stöðvaði árásina og handtók Matar.
Samkvæmt umfjöllun Guardian hafi Matar verið dreginn fyrir dóm í dag í Chautauqua sýslu í New York ríki en formleg ákæra hafi verið gefin út fyrr um daginn. Hann væri ákærður fyrir árás ásamt tilraun til manndráps.
Matar hafi ekki viljað svarað því hvort hann „fengið innblástur“ frá áratugagamalli fyrirskipun æðstaklerks Írans sem hafi sagt Rushdie réttdræpan fyrir skrif bókarinnar „Söngvar Satans.“
Hann hafi þó sagst hafa „lesið eitthvað af textum rithöfundarins og horft á myndbönd“ af Rushdie en „líki ekki við hann þar sem hann hafi ráðist á Íslam og þeirra trú.“