Lilja skákar Katrínu og Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 13:11 Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir voru bæði tekjulægri á síðasta ári en Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Lilja var með 2.808.000 krónur á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag en Katrín var með 2.782.000 krónur og Bjarni með 2.522.000 krónur. Því er Lilja tekjuhæst í ríkisstjórninni. Ekki langt á eftir koma Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, með 2.500.000 krónur, Sigurður Ingi Jóhannsson með 2.427.000 krónur og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra með 2.409.000 krónur. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var með 2.395.000 krónur á mánuði en hann hætti í ríkisstjórn og á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Þeir óbreyttu þingmenn, sem sagt þeir sem ekki gegndu ráðherrastöðu á síðasta ári, með hæstu tekjurnar voru Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með 2.038.000 krónur, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með 1.957.000 krónur, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis, með 1.953.000 krónur og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 1.852.000 krónur á mánuði. Þrír tekjuhæstu úr hverjum flokki Hér fyrir neðan má sjá þá þrjá úr hverjum flokki sem voru tekjuhæstir á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Allar tölur eru í krónum taldar. Sjálfstæðisflokkurinn Bjarni Benediktsson 2.522.000 Guðlaugur Þór Þórðarson 2.500.000 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 2.221.000 Framsóknarflokkurinn Lilja Alfreðsdóttir 2.808.000 Sigurður Ingi Jóhannsson 2.427.000 Ásmundur Einar Daðason 2.098.000 Vinstri grænir Katrín Jakobsdóttir 2.782.000 Svandís Svavarsdóttir 2.409.000 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 2.309.000 Samfylkingin Logi Einarsson, 1.957.000 Kristrún Frostadóttir 1.445.000 Ágúst Ólafur Ágústsson 1.343.000 Píratar Björn Leví Gunnarsson 1.373.000 Jón Þór Ólafsson 1.315.000 Helgi Hrafn Gunnarsson 1.299.000 Flokkur fólksins Inga Sæland Ástvaldsdóttir 1.850.000 Jakob Frímann Magnússon 1.275.000 Einungis tveir þingmenn Flokks fólksins eru í blaðinu. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1.852.000 Bergþór Ólason 1.346.000 Gunnar Bragi Sveinsson 1.315.000 Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.790.000 Hanna Katrín Friðriksson 1.375.000 Jón Steindór Valdimarsson 1.270.000 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2021 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2020 sem var greiddur árið 2021. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tekjur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira