Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2022 22:01 Liz Cheney er einn harðasti andstæðingur Donald Trump innan Repúblikanaflokksins. AP Photo/Jae C. Hong Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. Cheney var hafnað forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney hefur setið sem fulltrúadeildarþingmaður fyrir Repúblikana frá 2017. Úrslitin þýða hins vegar að hún mun ekki vera í framboði fyrir flokkinn í sínu kjördæmi í haust. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney, dóttir varaforsetans fyrrverandi Dick Cheney, nýtti þó tækifærið er hún viðurkenndi tapið til að snúa vörn í sókn. „Ég mun gera hvað sem það kostar til að tryggja að Donald Tump komist aldrei nærri forsetaskrifstofunni, og ég meina það,“ sagði Cheney. Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Í viðtölum eftir ræðuna sagði Cheney að hún myndi ákveða á næstu mánuðum hvort hún myndi bjóða sig fram til forseta. Stjórnmálaskýrendur ytra telja margir líklegt að Trump stefni á framboð á nýjan leik. Í frétt Reuters þar sem farið er yfir möguleika Cheney bjóði hún sig fram í forkosningum Repúblikana vegna forsetakjörsins kemur fram að ólíklegt sé talið að hún yrði útnefnd. Framboð hennar gæti hins vegar þó gert það að verkum að stöðugur þrýstingur yrði á Trump, byði hann sig fram í forkosningunum. „Hún veit að hún getur ekki sigrað Trump í forkosningum Repúblikana. Framboðið myndi hins vegar gefa henni tækifæri og gjallarhorn,“ að sögn Charlie Sykes, álitsgjafa sem Reuters ræddi við. „Hún yrði honum stöðugur þyrnir í augum,“ sagði hann enn fremur. Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira
Cheney var hafnað forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney hefur setið sem fulltrúadeildarþingmaður fyrir Repúblikana frá 2017. Úrslitin þýða hins vegar að hún mun ekki vera í framboði fyrir flokkinn í sínu kjördæmi í haust. Cheney beið lægri hlut fyrir Harriet Hageman í forkosningunum í gær. Hageman er tiltölulega ný á hinu pólitíska sviði og naut hún ötuls stuðnings Trumps og bandamanna hans. Hin 56 ára Cheney, dóttir varaforsetans fyrrverandi Dick Cheney, nýtti þó tækifærið er hún viðurkenndi tapið til að snúa vörn í sókn. „Ég mun gera hvað sem það kostar til að tryggja að Donald Tump komist aldrei nærri forsetaskrifstofunni, og ég meina það,“ sagði Cheney. Cheney var önnur af einungis tveimur þingmönnum Repúblikana sem átti sæti í þingnefnd sem rannsakaði tilraunir Trumps til að halda völdum eftir að hann tapaði fyrir Demókratanum Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Í viðtölum eftir ræðuna sagði Cheney að hún myndi ákveða á næstu mánuðum hvort hún myndi bjóða sig fram til forseta. Stjórnmálaskýrendur ytra telja margir líklegt að Trump stefni á framboð á nýjan leik. Í frétt Reuters þar sem farið er yfir möguleika Cheney bjóði hún sig fram í forkosningum Repúblikana vegna forsetakjörsins kemur fram að ólíklegt sé talið að hún yrði útnefnd. Framboð hennar gæti hins vegar þó gert það að verkum að stöðugur þrýstingur yrði á Trump, byði hann sig fram í forkosningunum. „Hún veit að hún getur ekki sigrað Trump í forkosningum Repúblikana. Framboðið myndi hins vegar gefa henni tækifæri og gjallarhorn,“ að sögn Charlie Sykes, álitsgjafa sem Reuters ræddi við. „Hún yrði honum stöðugur þyrnir í augum,“ sagði hann enn fremur.
Donald Trump Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28