Innlent

Gossvæðið áfram lokað

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tekin verður ákvörðun um opnanir á svæðinu klukkan hálf níu í fyrramálið.
Tekin verður ákvörðun um opnanir á svæðinu klukkan hálf níu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Gossvæðið í Meradölum verður áfram lokað í kvöld og í nótt. Tekin verður ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað á fundi viðbragðsaðila klukkan hálf níu í fyrramálið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Í gær var greint frá því að svæðinu yrði lokað í dag vegna slæms veður. Spáð var fimmtán til 23 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í dag og er spáin fyrir kvöldið og nóttina lítið skárri.

Gular veðurviðvaranir eru við gildi bæði við Faxaflóa og á miðhálendinu. Í morgun var einnig gul viðvörun á Suðurlandi en henni hefur verið aflétt.


Tengdar fréttir

Ekkert úti­vistar­veður við gos­stöðvarnar í dag

Lokað er inn á gossvæðið í Meradölum í dag og verða allir sem ætla Suðurstrandarveginn stoppaðir og rætt við þá. Spáð er vonskuveðri í dag, allt að 23 metrum á sekúndu ásamt talsverðri rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×