Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:02 Andrea Kolbeinsdóttur hefur slegið nokkur Íslandsmet og unnið hvert hlaupið á eftir öðru. Aðsent Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. g„Það er eitthvað við það að ögra sjálfum sér og fara út fyrir þægindarammann,“ segir Andrea um hlaupaáhugann. Hún var virk í íþróttum sem barn og var byrjuð að hlaupa um tólf ára aldur. Hún segir að hlaupin séu gefandi og er dugleg að setja sér krefjandi markmið. „Það er ekkert betra en að koma í mark og ná markmiðunum sínum,“ segir Andrea í viðtali í Ísland í dag. Alltaf verið náttúrubarn Hún á nú 16 virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea er búin að setja nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. „Ég er ótrúlega mikið náttúrubarn og hef alltaf haft gaman af útivist,“ segir Andrea um það hvernig áhuginn á utanvegahlaupum kviknaði. Laugavegshlaupið er svokölluð árshátíð hlaupara en þar hlaupa flottustu hlauparar landins 55 km þar sem þau byrja í landmannalaugum og enda í þórsmörk. Andrea er eina konan sem hefur náð að hlaupa Laugavegshlaupið undir fimm tímum. Í ár var hún fyrst kvenna í mark á tímanum 04:33:07. Í viðtalinu er hún meðal annars spurð út í það að hún sást drekka Monster orkudrykk áður en hún hljóp af stað. „Ég drekk ekki mikið af koffín drykkjum og er almennt að hugsa um heilsuna og borða hollt. Í fyrra var ég ósofin fyrir hlaupið og það var í fyrsta skipti sem ég keypti mér orkudrykk.“ Varð betri hlaupari eftir meiðslin Í viðtalinu opnaði hún sig um áskorun sem hún þurfti að kljást við á ferlinum þegar hún fékk álagsbrot á ristina árið 2018. „Ég var ótrúlega lengi að greinast, þetta var bara lítil sprunga.“ Andrea hljóp lengi með fótinn brotinn og þetta urðu því mjög þrálát meiðsli. „En þetta kenndi mér ógeðslega mikið, eins og að hlusta á líkamann.“ Í þessum meiðslum harkaði hún af sér og notaði verkjalyf og lærði að gera það aldrei aftur. „Ég er orðin betri hlaupari eftir meiðslin“ Innslagið má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Hlaup Orkudrykkir Tengdar fréttir Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16. júlí 2022 14:30 Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17. júlí 2021 15:45 Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. 17. október 2020 13:00 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
g„Það er eitthvað við það að ögra sjálfum sér og fara út fyrir þægindarammann,“ segir Andrea um hlaupaáhugann. Hún var virk í íþróttum sem barn og var byrjuð að hlaupa um tólf ára aldur. Hún segir að hlaupin séu gefandi og er dugleg að setja sér krefjandi markmið. „Það er ekkert betra en að koma í mark og ná markmiðunum sínum,“ segir Andrea í viðtali í Ísland í dag. Alltaf verið náttúrubarn Hún á nú 16 virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea er búin að setja nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. „Ég er ótrúlega mikið náttúrubarn og hef alltaf haft gaman af útivist,“ segir Andrea um það hvernig áhuginn á utanvegahlaupum kviknaði. Laugavegshlaupið er svokölluð árshátíð hlaupara en þar hlaupa flottustu hlauparar landins 55 km þar sem þau byrja í landmannalaugum og enda í þórsmörk. Andrea er eina konan sem hefur náð að hlaupa Laugavegshlaupið undir fimm tímum. Í ár var hún fyrst kvenna í mark á tímanum 04:33:07. Í viðtalinu er hún meðal annars spurð út í það að hún sást drekka Monster orkudrykk áður en hún hljóp af stað. „Ég drekk ekki mikið af koffín drykkjum og er almennt að hugsa um heilsuna og borða hollt. Í fyrra var ég ósofin fyrir hlaupið og það var í fyrsta skipti sem ég keypti mér orkudrykk.“ Varð betri hlaupari eftir meiðslin Í viðtalinu opnaði hún sig um áskorun sem hún þurfti að kljást við á ferlinum þegar hún fékk álagsbrot á ristina árið 2018. „Ég var ótrúlega lengi að greinast, þetta var bara lítil sprunga.“ Andrea hljóp lengi með fótinn brotinn og þetta urðu því mjög þrálát meiðsli. „En þetta kenndi mér ógeðslega mikið, eins og að hlusta á líkamann.“ Í þessum meiðslum harkaði hún af sér og notaði verkjalyf og lærði að gera það aldrei aftur. „Ég er orðin betri hlaupari eftir meiðslin“ Innslagið má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Hlaup Orkudrykkir Tengdar fréttir Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16. júlí 2022 14:30 Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17. júlí 2021 15:45 Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. 17. október 2020 13:00 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Andrea og Arnar unnu Laugavegshlaupið Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum. 16. júlí 2022 14:30
Sló met í sínu fyrsta Laugavegshlaupi Andrea Kolbeinsdóttir kom í mark fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu í dag, á óopinbera tímanum 4:55:55. Með því sló hún brautarmet í kvennaflokki, en gamla metið var 5:00:37. 17. júlí 2021 15:45
Andrea bætti sinn besta árangur í Póllandi Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. 17. október 2020 13:00