Fyrr í dag voru þeir Dagur Dan Þórhallsson, Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson úrskurðaðir í bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ og munu þeir því missa af næsta deildarleik liðsins.
Dagur og Gísli fengu báðir gult spjald í 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingi í gær og eru það því uppsöfnuð gul spjöld sem gera það að verkum að þeir verða í banni. Damir Muminovic fékk rautt spjald í þessum sama leik og verður í banni af þeim sökum.
Þá verður Logi Tómasson, leikmaður Víkings, einnig í banni í næstu umferð þegar liðið tekur á móti Val vegna uppsafnaðra áminninga.