Saksóknara segja Mayers hafa deilt við gamlan vinn sinn í nóvember í fyrra. Rifrildið hafi endað með því að Mayers tók upp byssu og miðaði á þennan vinn sinn fyrrverandi. Hann er svo sagður hafa skotið tveimur skotum að honum og sært hann lítillega.
Mayers og tveir aðrir flúðu af vettvangi og var hann ekki handtekinn fyrr en í apríl á þessu ári. Það var þann 20. apríl og var honum sleppt lausum geng tryggingu sama dag, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar
Rapparinn á að mæta í dómsal á morgun og taka afstöðu gegn sakarefninu.
Saksóknarar segja það að hleypa af skotum úr byssu á almannafæri vera alvarlegt brot og að tvö byssuskot Mayers hefðu getað haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir þann sem rapparinn skaut á og aðra sem hefðu getað orðið fyrir skotum.
Mayers var handtekinn fyrir líkamsárás í Svíþjóð árið 2019 og var hann dæmdur vegna hennar. Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, beitti sér fyrir því að Mayers yrði sleppt úr haldi og honum leyft að fara til Bandaríkjanna.