Félagaskiptavéfréttin Fabrizio Romano staðfestir það á Twitter að lánssamningur sé í höfn og að Rúnar Alex verði því markvörður Alanyaspor fram í júní á næsta ári.
Rúnar Alex var keyptur til Arsenal sumarið 2020 og varð fyrstur íslenskra markvarða til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann lék einn leik þá um haustið.
Á síðustu leiktíð var hann lánaður til belgíska liðsins OH Leuven en nú hefur Alanyaspor, sem varð í 5. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, tryggt sér krafta KR-ingsins.
Hinn 22 ára gaml Yusuf Karagöz hefur varið mark Alanyaspor í fyrstu tveimur umferðum tyrknesku úrvalsdeildarinnar nú í haust og fengið á sig fimm mörk en liðið er þó komið með fjögur stig.