Hinn 35 ára Mímir og hin 32 ára Sofie sitja bæði á þingi fyrir vinstriflokkinn Rødt. Þau staðfesta sambandið í samtali við Dagbladet í morgun, en vilja annars ekki tjá sig um málið.
Mímir, sem á íslenskan föður og norska móður, og Sofie voru bæði kjörin á þing á síðasta ári, þegar Rødt vann sigur og náði alls inn átta mönnum, samanborið við einn í kosningunum 2017.
Mímir sem er rithöfundur og blaðamaður var í fyrsta sæti fyrir Rauða flokkinn í Rogalandi sem er í Vestur-Noregi. Áður en hann var kjörinn á þing átti hann sæti í bæjarstjórn Stafangurs, en hann hefur búið í Noregi alla ævi.