Gengu út á hraunið og upp að gígunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 08:40 Hér má sjá fólkið standa nærri gígunum. Þau eru rétt undir smærri gígnum. Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08
Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50
Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39