Það eru þrír leikir á dagskrá í Bestu deildinni en ÍBV og FH mætast í fallbaráttuslag klukkan 16.00 og á sama tíma leiða KA og ÍA saman hesta sína.
Leikurinn í Vestmannaeyjum verður sýndur á Bestudeildarrásinni og viðureignin á Akureyri á hliðarrás Bestu deildarinnar númer 2.
Valur og Stjarnan mætast svo klukkan 19.15 en útsedning frá þeim leik hefst stundvíslega klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport. Þessum þremur leikjum verður svo gerð skil í Stúkunni á Stöð 2 Sport.
Boltinn heldur svo áfram að rúlla í ítölsku efstu deildinni í dag en sýnt verður frá leik Lazio og Bologna á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16.20. Fiorentina og Cremonese eigast við á sama tíma á Stöð 2 Sport 3.
Leikir Salernitana og Roma, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 og Spezia og Empoli, sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport 3 hefjast klukkan 18.35.
ISPS Handa World Invitational, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, er sýndur á Stöð 2 Sport 4 frá 12.00. Haraldur Franklín Magnús verður þar í eldlínunni. Byrjað verður svo að sýna frá FedEx St. Jude Championhip á Stöð 2 Golf klukkan 16.00.