Eitt mótsmet féll á bikarkeppni FRÍ Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 16:45 . Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR, setti mótsmet í sleggjukasti með því að kasta sleggjunni 60,94 metra. mynd/ioc photos Bikarkeppni FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands, fór fram í dag þar sem keppt var í 20 mismunandi greinum í hlaupi, stökki, kasti og varpi. Eitt mótsmet féll í sleggjukasti kvenna. FH-ingar unnu flest gullverðlaun á mótinu, alls 12 talsins. ÍR vann 5 gullverðlaun á mótinu en þar á eftir komu Blikar með 3 gull. Sigurvegarar í öllum greinum eru hér að neðan. Stökk Elías Óli Hilmarsson úr FH stökk hæst í hástökki karla með stökki upp á 1,88 metra. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson vann þrístökk karla þegar hann stökk 14,4 metra. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðablik vann stangarstökk kvenna en Karen lyfti sér upp fyrir 3,55 metra í dag. Irma Gunnarsdóttir úr FH tók langstökk kvenna með stökki upp á 5,82 metra. Kast og varp Ásamt því að vinna langstökkið vann Irma einnig kúluvarpið með varpi upp á 12,92 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann sleggjukastið með nýju mótsmeti þegar hún kastaði sleggjunni 60,94 metra. Mímir Sigurðsson úr FH vann kringlukast karla með kasti upp á 55,65 metra á meðan Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, vann spjótkastið með 76,61 metra löngu kasti. Hlaup Kolbeinn Hörður Gunnarsson úr FH vann 100 metra hlaup karla með tíma upp á 10,72 sekúndur. Sæmundur Ólafsson, ÍR, vann 400 metra hlaupið á 49,03 sekúndum. Í 800 metra hlaupi var Sindri Magnússon hjá Breiðablik hlutskarpastur á 2 mínútum og 1,27 sekúndu. Valur Elli Valsson, FH, tók svo 3000 metra hlaupið á 9 mínútum 24,64 sekúndum. Hjá konunum var það Júlía Kirstín Jóhannesdóttir, Breiðablik, sem vann 100 metra hlaupið á 12,65 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir, úr FH, tók 400 metra hlaupið á 56,89 sekúndum. Í 800 metrunum var það Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, einnig úr FH, sem fór heim með gullið eftir að hafa farið metrana 800 á 2 mínútum og 17,46 sekúndum. Helga Guðný Elíasdóttir hjá ÍR var svo fljótust í 3000 metrunum en Helga fór þá á 11 mínútum og 12,92 sekúndum. Í 110 metra grindahlaupi karla var það Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH sem endaði í efsta sæti á 15,64 sekúndum en í 100 metra grindahlaupi kvenna var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, hlutskörpust á 14,79 sekúndum. Sveit FH vann 1000 metra boðhlaup kvenna á samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 19,04 sekúndur. ÍR-ingar tóku 1000 metra boðhlaupið karla megin á 1 mínútu og 57,92 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira
FH-ingar unnu flest gullverðlaun á mótinu, alls 12 talsins. ÍR vann 5 gullverðlaun á mótinu en þar á eftir komu Blikar með 3 gull. Sigurvegarar í öllum greinum eru hér að neðan. Stökk Elías Óli Hilmarsson úr FH stökk hæst í hástökki karla með stökki upp á 1,88 metra. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson vann þrístökk karla þegar hann stökk 14,4 metra. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðablik vann stangarstökk kvenna en Karen lyfti sér upp fyrir 3,55 metra í dag. Irma Gunnarsdóttir úr FH tók langstökk kvenna með stökki upp á 5,82 metra. Kast og varp Ásamt því að vinna langstökkið vann Irma einnig kúluvarpið með varpi upp á 12,92 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann sleggjukastið með nýju mótsmeti þegar hún kastaði sleggjunni 60,94 metra. Mímir Sigurðsson úr FH vann kringlukast karla með kasti upp á 55,65 metra á meðan Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, vann spjótkastið með 76,61 metra löngu kasti. Hlaup Kolbeinn Hörður Gunnarsson úr FH vann 100 metra hlaup karla með tíma upp á 10,72 sekúndur. Sæmundur Ólafsson, ÍR, vann 400 metra hlaupið á 49,03 sekúndum. Í 800 metra hlaupi var Sindri Magnússon hjá Breiðablik hlutskarpastur á 2 mínútum og 1,27 sekúndu. Valur Elli Valsson, FH, tók svo 3000 metra hlaupið á 9 mínútum 24,64 sekúndum. Hjá konunum var það Júlía Kirstín Jóhannesdóttir, Breiðablik, sem vann 100 metra hlaupið á 12,65 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir, úr FH, tók 400 metra hlaupið á 56,89 sekúndum. Í 800 metrunum var það Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, einnig úr FH, sem fór heim með gullið eftir að hafa farið metrana 800 á 2 mínútum og 17,46 sekúndum. Helga Guðný Elíasdóttir hjá ÍR var svo fljótust í 3000 metrunum en Helga fór þá á 11 mínútum og 12,92 sekúndum. Í 110 metra grindahlaupi karla var það Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH sem endaði í efsta sæti á 15,64 sekúndum en í 100 metra grindahlaupi kvenna var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, hlutskörpust á 14,79 sekúndum. Sveit FH vann 1000 metra boðhlaup kvenna á samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 19,04 sekúndur. ÍR-ingar tóku 1000 metra boðhlaupið karla megin á 1 mínútu og 57,92 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira