Eitt mótsmet féll á bikarkeppni FRÍ Atli Arason skrifar 13. ágúst 2022 16:45 . Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR, setti mótsmet í sleggjukasti með því að kasta sleggjunni 60,94 metra. mynd/ioc photos Bikarkeppni FRÍ, Frjálsíþróttasambands Íslands, fór fram í dag þar sem keppt var í 20 mismunandi greinum í hlaupi, stökki, kasti og varpi. Eitt mótsmet féll í sleggjukasti kvenna. FH-ingar unnu flest gullverðlaun á mótinu, alls 12 talsins. ÍR vann 5 gullverðlaun á mótinu en þar á eftir komu Blikar með 3 gull. Sigurvegarar í öllum greinum eru hér að neðan. Stökk Elías Óli Hilmarsson úr FH stökk hæst í hástökki karla með stökki upp á 1,88 metra. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson vann þrístökk karla þegar hann stökk 14,4 metra. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðablik vann stangarstökk kvenna en Karen lyfti sér upp fyrir 3,55 metra í dag. Irma Gunnarsdóttir úr FH tók langstökk kvenna með stökki upp á 5,82 metra. Kast og varp Ásamt því að vinna langstökkið vann Irma einnig kúluvarpið með varpi upp á 12,92 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann sleggjukastið með nýju mótsmeti þegar hún kastaði sleggjunni 60,94 metra. Mímir Sigurðsson úr FH vann kringlukast karla með kasti upp á 55,65 metra á meðan Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, vann spjótkastið með 76,61 metra löngu kasti. Hlaup Kolbeinn Hörður Gunnarsson úr FH vann 100 metra hlaup karla með tíma upp á 10,72 sekúndur. Sæmundur Ólafsson, ÍR, vann 400 metra hlaupið á 49,03 sekúndum. Í 800 metra hlaupi var Sindri Magnússon hjá Breiðablik hlutskarpastur á 2 mínútum og 1,27 sekúndu. Valur Elli Valsson, FH, tók svo 3000 metra hlaupið á 9 mínútum 24,64 sekúndum. Hjá konunum var það Júlía Kirstín Jóhannesdóttir, Breiðablik, sem vann 100 metra hlaupið á 12,65 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir, úr FH, tók 400 metra hlaupið á 56,89 sekúndum. Í 800 metrunum var það Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, einnig úr FH, sem fór heim með gullið eftir að hafa farið metrana 800 á 2 mínútum og 17,46 sekúndum. Helga Guðný Elíasdóttir hjá ÍR var svo fljótust í 3000 metrunum en Helga fór þá á 11 mínútum og 12,92 sekúndum. Í 110 metra grindahlaupi karla var það Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH sem endaði í efsta sæti á 15,64 sekúndum en í 100 metra grindahlaupi kvenna var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, hlutskörpust á 14,79 sekúndum. Sveit FH vann 1000 metra boðhlaup kvenna á samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 19,04 sekúndur. ÍR-ingar tóku 1000 metra boðhlaupið karla megin á 1 mínútu og 57,92 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
FH-ingar unnu flest gullverðlaun á mótinu, alls 12 talsins. ÍR vann 5 gullverðlaun á mótinu en þar á eftir komu Blikar með 3 gull. Sigurvegarar í öllum greinum eru hér að neðan. Stökk Elías Óli Hilmarsson úr FH stökk hæst í hástökki karla með stökki upp á 1,88 metra. FH-ingurinn Daníel Ingi Egilsson vann þrístökk karla þegar hann stökk 14,4 metra. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðablik vann stangarstökk kvenna en Karen lyfti sér upp fyrir 3,55 metra í dag. Irma Gunnarsdóttir úr FH tók langstökk kvenna með stökki upp á 5,82 metra. Kast og varp Ásamt því að vinna langstökkið vann Irma einnig kúluvarpið með varpi upp á 12,92 metra. Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR vann sleggjukastið með nýju mótsmeti þegar hún kastaði sleggjunni 60,94 metra. Mímir Sigurðsson úr FH vann kringlukast karla með kasti upp á 55,65 metra á meðan Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR, vann spjótkastið með 76,61 metra löngu kasti. Hlaup Kolbeinn Hörður Gunnarsson úr FH vann 100 metra hlaup karla með tíma upp á 10,72 sekúndur. Sæmundur Ólafsson, ÍR, vann 400 metra hlaupið á 49,03 sekúndum. Í 800 metra hlaupi var Sindri Magnússon hjá Breiðablik hlutskarpastur á 2 mínútum og 1,27 sekúndu. Valur Elli Valsson, FH, tók svo 3000 metra hlaupið á 9 mínútum 24,64 sekúndum. Hjá konunum var það Júlía Kirstín Jóhannesdóttir, Breiðablik, sem vann 100 metra hlaupið á 12,65 sekúndum. Ísold Sævarsdóttir, úr FH, tók 400 metra hlaupið á 56,89 sekúndum. Í 800 metrunum var það Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, einnig úr FH, sem fór heim með gullið eftir að hafa farið metrana 800 á 2 mínútum og 17,46 sekúndum. Helga Guðný Elíasdóttir hjá ÍR var svo fljótust í 3000 metrunum en Helga fór þá á 11 mínútum og 12,92 sekúndum. Í 110 metra grindahlaupi karla var það Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH sem endaði í efsta sæti á 15,64 sekúndum en í 100 metra grindahlaupi kvenna var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, hlutskörpust á 14,79 sekúndum. Sveit FH vann 1000 metra boðhlaup kvenna á samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 19,04 sekúndur. ÍR-ingar tóku 1000 metra boðhlaupið karla megin á 1 mínútu og 57,92 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira