„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 16:23 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. „Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
„Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54