„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 16:23 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. „Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
„Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54